Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. desember 2020 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir fyrrum þjálfara Englands hafa komið sér í viðræður við KSÍ
Icelandair
Sven Göran-Eriksson.
Sven Göran-Eriksson.
Mynd: Getty Images
Arnar Þór Viðarsson var í síðustu viku ráðinn landsliðsþjálfari karla. Eiður Smári Guðjohnsen verður aðstoðarmaður hans.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist hafa rætt við Frey Alexandersson fyrrum aðstoðarþjálfara landsliðsins, Heimi Guðjónsson þjálfara Vals og Rúnar Kristinsson þjálfara KR á meðan leit stóð yfir af nýjum landsliðsþjálfara.

Rætt var einnig við Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og fleiri erlenda þjálfara.

„Það voru líka erlendir kandídar sem ég rætti við fyrir utan Lars. Það voru þrír aðrir sem ég ræddi við og fleiri voru skoðaðir en ég vil halda trúnað gagnvart þeim," sagði Guðni.

Arnar og Eiður voru taldir besti kosturinn og þeir ráðnir. Hjörvar Hafliðason, knattspyrnusérfræðingur og þáttarstjórnandi Dr Football hlaðvarpsins, segir í viðtali á Bylgjunni fyrr í vikunni að Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hafi haft mikinn áhuga á íslenska landsliðsþjálfarastarfinu.

„Ég held að Guðni (Bergsson) hafi bara verið að taka samtalið til að taka samtalið. Hann hafi allan tímann verið búinn að ákveða þetta," sagði Hjörvar.

„Ég heyrði að Sven-Göran Eriksson hafi meldað sig inn í viðræður, sem er skemmtilegt. Ég er með það eins nálægt KSÍ og hægt er."

Sven-Göran er 72 ára gamall Svíi sem hefur komið víða við á þjálfaraferli sínum. Síðast var hann landsliðsþjálfari Filippseyja.

Athugasemdir
banner
banner