Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. janúar 2020 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið B'mouth og Arsenal: Nketiah og Solanke fremstu menn
Nketiah leiðir línuna hjá Arsenal.
Nketiah leiðir línuna hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Klukkan 20:00 hefst viðureign Bournemouth og Arsenal. Leikið er á Vitality Stadium í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bournemouth sigraði Luton, 4-0, í 3. umferð á meðan Arsenal lagði Leeds, 1-0.

Bournemouth sigraði loks deildarleik í síðustu viku þegar liðið vann Brighton, 3-1, á heimavelli. Eddie Howe, stjóri Bournemouth, gerir sex breytingar frá sigrinum gegn Brighton. Steve Cook og Jack Simspon koma inn í vörnina, Mark Travers er í markinu og þá koma Lewis Cook, Andrew Surman og Dan Gosling inn í þriggja manna miðju. Callum Wilson fer á bekkinn og Dominic Solanke leiðir sóknarlínuna.

Arsenal hefur gert þrjú jafntefli í röð í ensku úrvalsdeildinni. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, gerir fimm breytingar frá jafnteflinu gegn Chelsea á miðvikudag. Emiliano Martinez byrjar í markinu og Sokratis í miðverðinum. Þá kemur Matteo Guendouzi inn á miðjuna, Eddie Nketiah byrjar fremstur og Joseph Willock verður í holunni.

Byrjunarlið Bournemouth: Travers, Smith, S. Cook, Ake, Simspon, L. Cook, Surman, Gosling, H. Wilson, Fraser, Solanke.

(Varamenn: Ramsdale, Francis, Genesini, Billing, Dobre, C. Wilson, Surridge. )

Byrjunarlið Arsenal: Martinez, Bellerin, Mustafi, Sokratis, Saka, Guendouzi, Xhaka, Pepe, Willock, Martinelli, Nketiah.

(Varamenn: Leno, Niles, Holding, Torreira, Ceballos, Özil, Lacazette. )
Athugasemdir
banner
banner