Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við sjáum ekki ljósið í neðri sex og þeim leikjum"
Geir Þorsteinsson er til vinstri á myndinni.
Geir Þorsteinsson er til vinstri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
ÍA hafnaði í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í desember síðastliðnum bárust fréttir af því að það væri í skoðun að fjölga leikjum í Pepsi Max-deild karla.

Starfshópur á vegum KSÍ lagði til að frá og með keppnistímabilinu 2022 verði keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla breytt.

Áfram verða tólf lið í deildinni og tvöföld umferð. Að því loknu verður skipt upp í efri hluta og neðri hluta (6 félög í hvorum hluta) og spiluð einföld umferð.

Í úrslitakeppni efri hlutans er leikið um Íslandsmeistaratitilinn og sæti í Evrópukeppnum félagsliða. Í úrslitakeppni neðri hlutans er leikið með sambærilegum hætti um að forðast fall. Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins.

Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri ÍA, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag þar sem hann var spurður út í þetta. Knattspyrnufélag ÍA styður ekki tillögu starfshópsins og leggur til að frá og með 2022 verði leikin þreföld umferð eða 33 leikir á lið.

„Við sjáum ekki ljósið í því að það yrðu okkar örlög að spila í sex neðri. Það er alveg hægt að sjá tilganginn í sex efri en við sjáum ekki ljósið í sex neðri og þeim leikjum. Réttilega óttast menn að það verði enn meiri gjá á milli topp fimm, topp fjóra sem eru í íslenskri knattspyrnu og hinna," sagði Geir.

„Við sjáum fyrir okkur að það verði mikill áhugi hjá fólki að mæta á þessa leiki," sagði Geir og var þá að tala um leikina á milli efstu sex liðanna. „Þetta dragi til sín meiri markaðstekjur, ég held það. Þannig gæti gjáin haldið áfram að víkka."

„Það eru nú þannig að menn hafa sínar skoðanir á því hvaða það eigi að vera margir í deildinni; tíu, tólf, 14 eða hvað. Nú erum við að tala um hvernig við fjölgum leikjunum ef það eru tólf lið, það er forsendan..."

„Þá sjáum við fyrir okkur að stíga skrefið til fulls og að allir hafi sömu tækifærin, að allir hafi sömu tækifærin. Allir leiki jafnoft við hvorn annan, með þeim galla - sem er á báðum tillögum - að menn fá ekki jafn marga heimaleiki. Fram hjá honum verður ekki komist ef það eru þreföld umferð. Við viljum að allir hafi sömu tækifæri og við óttumst hitt. Við sjáum engan tilgang með að einhver neðri sex spili áfram."

Geir telur að það sé best að hætta við deildabikarinn og lengja frekar Íslandsmótið. „Nú þarf að byrja Íslandsmótið fyrr og nýta þennan tíma fyrr. Leikmennirnir eru hérna að störfum í okkar félögum og eru að dúttla í marga mánuði og spila 'létta' æfingaleiki."

Hann telur að ef Íslandsmótið hefst fyrr, þá muni okkar lið koma beutr undirbúin í Evrópuleikina um sumarið.

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Geir Þorsteins í ítarlegu spjalli um stöðu íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner