Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. janúar 2022 11:13
Elvar Geir Magnússon
Haaland elskar kebab og Pina colada
Mynd: EPA
Erling Haaland, norski sóknarmaðurinn magnaði hjá Borussia Dortmund, var beðinn um að velja þrjá bestu leikmenn heims í dag. Það var ekki pláss fyrir Cristiano Ronaldo á lista Haaland.

Einhverjir myndu setja Haaland sjálfan á svona lista en hann var valinn í úrvalslið ársins hjá FIFA sem tilkynnt var á dögunum.

Robert Lewandowski hjá Bayern München, Karim Benzema hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá PSG eru þrír bestu að mati Haaland eins og fjallað var um í gær.

En Haaland, sem var í viðtali við Sky Sports, fékk fleiri áhugaverðar spurningar. Hann var spurður að því hver væri uppáhalds maturinn hans og uppáhalds drykkur. Svörin komu á óvart.

Haaland valdi kebab sem sinn uppáhalds mat. Hann sagði að það þýddi þó ekki að hann væri oft að borða kebab en hann hefur áður talað um að þegar hann eigi frí og geti leyft sér eitthvað fái hann sér stundum kebab pizzu.

Haaland virðist einnig hrifinn af kókoshnetubragði því uppáhalds drykkurinn hans er Pina colada!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner