Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 18:14
Ívan Guðjón Baldursson
Jackson féll á læknisskoðun hjá Bournemouth
Mynd: EPA

Nicolas Jackson, 21 árs framherji Villarreal, fer ekki til Bournemouth eftir að hann féll á ítarlegri læknisskoðun.


Jackson hefur verið að glíma við meiðslavandræði og ákvað enska úrvalsdeildarfélagið að ganga ekki frá kaupunum vegna þeirra. Bournemouth og Villarreal höfðu komist að samkomulagi með 22,5 milljónir punda sem kaupverð. Jackson snýr því aftur til Spánar með flugi í kvöld.

Jackson er meiddur aftan í læri og sögðu stjórnendur Villarreal við stjórnendur Bournemouth að leikmaðurinn ætti að ná sér af meiðslum í byrjun febrúar og vera klár í úrvalsdeildina um miðjan mánuð.

Læknateymi Bournemouth er ekki sammála því og telur að Jackson verði ekki klár í slaginn fyrr en um miðjan mars.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner