Wolfsburg 4 - 0 Hacken
1-0 Janina Minge ('7, víti)
2-0 Lina Beerensteyn ('42, víti)
3-0 Justine Kielland ('45)
4-0 Rebecka Blomqvist ('62)
1-0 Janina Minge ('7, víti)
2-0 Lina Beerensteyn ('42, víti)
3-0 Justine Kielland ('45)
4-0 Rebecka Blomqvist ('62)
Sveindís Jane Jónsdóttir kom við sögu í æfingaleik með Wolfsburg um helgina þar sem þýska stórveldið lagði BK Häcken að velli með fjórum mörkum gegn engu.
Sveindís Jane byrjaði á bekknum og leiddi Wolfsburg 3-0 í leikhlé. Sveindís kom af bekknum í seinni hálfleik og lagði upp eina markið sem var skorað eftir innkomu hennar.
Sveindís fékk boltann úti á vinstri kanti og gaf frábæra fyrirgjöf með vinstri fæti sem Rebecka Blomqvist skallaði í netið.
Lokatölur urðu 4-0 fyrir Wolfsburg sem er í harðri titilbaráttu í þýsku deildinni sem er í vetrarfríi um þessar mundir. Wolfsburg situr þar í fjórða sæti en er aðeins einu stigi á eftir toppliði Eintracht Frankfurt.
Mörkin má sjá hér fyrir neðan. Sveindís leggur fjórða mark leiksins upp á 62. mínútu.
Athugasemdir