Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 27. febrúar 2020 22:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Aubameyang fyrst hetja en svo skúrkur - Þvílík dramatík
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 2 Olympiakos
0-1 Pape Abou Cisse ('53 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('113 )
1-2 Youssef El Arabi ('120 )

Arsenal þurfti á framlengingu að halda í kvöld gegn gríska liðinu Olympiakos. Pape Abou Cisse jafnaði einvígið með skalla eftir hornspyrnu í upphafi seinni hálfleiks.

Arsenal vann fyrri leikinn 0-1 og því þýddi þessi niðurstaða framlengingu. Pierre-Emerick Aubameyang skoraði stórkostlegt mark á 113. mínútu.

Arsenal á leiðinni áfram en dramatíkin varð meiri. Youssef El Arabi skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins þegar hann kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá hægri, El Arabi réttur maður á réttum stað og skaut Grikkjunum áfram.

Aubameyang fékk dauðafæri þegar uppbótartíminn var liðinn í framlengingunni en tókst ekki að koma boltanum í netið, ótrúlegur endir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner