Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. febrúar 2021 20:46
Aksentije Milisic
Dunk: Afhverju kemur dómarinn ekki hingað og útskýrir þetta?
Dunk hélt að hann skoraði.
Dunk hélt að hann skoraði.
Mynd: Getty Images
WBA og Brighton mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag í leik sem WBA sigraði 1-0. Sigurinn gefur Sam Allardyche og hans mönnum smá líflínu í fallbaráttunni.

Það gekk mikið á í leiknum. Brighton klúðraði tveimur vítaspyrnum en þær höfnuðu í slánni og stönginni. Liðið skoraði hins vegar úr aukaspyrnu en það gerði fyrirliðinn Lewis Dunk.

Markið var í fyrstu dæmt af, af dómara leiksins, Lee Mason. Mikil reykistefna var í kringum atvikið en Mason breytti um skoðun og dæmdi mark. Þá hópuðust leikmenn WBA að honum.

VAR skoðaði atvikið gaumgæfilega og í kjölfarið var ákveðið að dæma ekki mark. Stórfuðulegir hlutir í gangi.

Til útskýringar var sett inn færsla á @premierleague, reikning ensku úrvalsdeildarinnar á Twitter. Þar stóð að Lee Mason hefði flautað í flautu sína áður en boltinn fór í netið eftir að aukaspyrnan var tekin.

Lewis Dunk sagði í viðtali eftir leikinn að ákvörðun Lee Mason hafi verið til skammar.

„Ég þarf að koma hér og tala um þetta fyrir framan myndavélar. Afhverju talar hann ekki um þetta? Afhverju kemur hann ekki hingað og útskýrir þetta? Ég veit hvað hann sagði. Þessi ákvörðun er til skammar," sagði Dunk reiður.
Athugasemdir
banner
banner