Hinn 15 ára gamli Ásgeir Galdur Guðmundsson er með tilboð frá dönsku félögunum FC Midtjylland og FC Kaupmannahöfn.
Þetta kom fram í síðasta þætti af Ungstirnunum hér á Fótbolta.net.
Þetta kom fram í síðasta þætti af Ungstirnunum hér á Fótbolta.net.
Ásgeir, sem verður 16 ára í apríl, hefur verið hluti af meistaraflokki Breiðabliks á þessu undirbúningstímabili.
„Ásgeir Galdur er með tvö tilboð á borðinu, frá FCK og Midtjylland. Það sem ég er að heyra er að það er ekki langt í að hann muni velja á milli," sagði Arnar Laufdal, en Ásgeir hefur æft með báðum þessum félögum.
Ásgeir er samningsbundinn Breiðabliki og því verður um kaup að ræða.
Ásgeir Galdur sagði í viðtali á dögunum að markmið sitt sé að vinna sér inn fleiri mínútur með Breiðabliki og koma sér síðan út í atvinnumennsku. Áður en hugurinn stefni út sé þó mikilvægt að klára grunnskólann almennilega en hann er í tíunda bekk.
Athugasemdir