Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er stór aðdáandi hugarfarsins sem hún er með"
Icelandair
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég sakna Betu en ég er ótrúlega ánægð," sagði landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net í upphafi þessarar viku.

Það hafa orðið breytingar hjá félagsliði hennar Kristianstad í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir er hætt sem þjálfari liðsins eftir langa veru og nýir þjálfarar eru komnir inn í hennar stað.

„Mér finnst undirbúningstímabilið hafa gengið rosalega vel hingað til. Ég hef á tilfinningunni að allir leikmenn liðsins séu ánægðir. Mér líst ótrúlega vel á framhaldið og ég elska að vera í Kristianstad," segir Hlín sem spilar stórt hlutverk í liðinu.

Það hefur Íslendingur bæst við leikmannahóp Kristianstad í vetur en hin efnilega Katla Tryggvadóttir gekk í raðir félagsins frá Þrótti. Hlín fagnar því að fá Kötlu í liðið.

„Ég vissi að hún væri góð en hún er búin að koma mér á óvart innan sem utan vallar. Hún er mjög skemmtileg og ég er rosalega ánægð að við séum með hana. Ég held að hún geti gert mjög góða hluti fyrir okkar lið," segir Hlín en hún býst við að Katla fái gott hlutverk í liðinu.

„Hún er ótrúlega skemmtileg týpa og ég er stór aðdáandi hugarfarsins sem hún er með. Það er mjög skemmtilegt að vinna með henni á hverjum degi."

Hlín er hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Serbíu í mikilvægum leik klukkan 14:30 í dag. Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Fótbolta.net en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Athugasemdir
banner