Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   þri 27. febrúar 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Minnesota fær Eric Ramsay frá Man Utd (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bandaríska MLS félagið Minnesota United er búið að tilkynna ráðningu á nýjum aðalþjálfara.

Sá heitir Eric Ramsay og kemur til félagsins úr röðum Manchester United, þar sem hann starfaði sem aðstoðarþjálfari undir stjórn Erik ten Hag.

Ramsay hefur starfað hjá Man Utd síðustu þrjú ár eftir að hann var ráðinn sem partur af þjálfarateymi Ole Gunnar Solskjær. Hann starfaði síðar samhliða Ralf Rangnick áður en hann varð aðstoðarþjálfari hjá Ten Hag.

Ramsay reynir fyrir sér í fyrsta sinn sem aðalþjálfari, en hann starfaði áður einnig sem aðstoðarþjálfari velska landsliðsins við frábæran orðstír.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner