Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Glæsilegur fjögurra marka sigur á Kósóvó
Mynd: KSÍ
U17 Ísland 4 - U17 Kósóvó
0-1 Thelma Karen Pálmadóttir ('11 )
0-2 Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('59 )
0-3 Hrefna Jónsdóttir ('76 )
0-4 Hrefna Jónsdóttir ('87 )

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann glæsilegan 4-0 sigur á Kósóvó í lokaleiknum í seinni umferð í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Það var ljóst fyrir leikinn að Ísland færi ekki á lokamótið sem fer fram í Svíþjóð í maí.

Íslenska liðið var ákveðið í að klára undankeppnina með stæl og það varð raunin. Thelma Karen Pálmadóttir gerði eina mark fyrri hálfleiksins og tvöfaldaði Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir forystuna snemma í þeim síðari.

Hrefna Jónsdóttir bætti við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Ísland tryggði sér þar með sæti í A-deild fyrir næstu undankeppni fyrir EM 2025.
Athugasemdir
banner
banner