Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 27. mars 2020 11:08
Magnús Már Einarsson
Aron sendir skilaboð - Hvetur fólk til að hreyfa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ birt í dag á samfélagmiðlum sínum skilaboð frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.

Aron hvetur þar fólk til að hreyfa sig á meðan kórónaveiran gengur yfir.

Aron segir að hreyfingin skipti miklu máli og það þurfi ekki meira til en tíu mínútna göngutúr.

„Þetta eru erfiðir tímar og þá er mikilvægt að hugsa um líkamann á sér og sjálfan sig," segir Aron meðal annars.

Hér að neðan má sjá skilaboð hans.


Athugasemdir
banner