Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breytingar á Íslandsmótinu í eFótbolta
Leikið er í tölvuleiknum FIFA.
Leikið er í tölvuleiknum FIFA.
Mynd: Getty Images
Í ljósi þess ástands sem nú ríkir þá hefur Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ), ákveðið að gera breytingar á mótafyrirkomulagi fyrirhugaðs Íslandsmóts í eFótbolta sem halda átti í Smárabíó næstkomandi helgi.

Af vef KSÍ
Fyrstu umferðir mótsins munu fara eingöngu fram á netinu en streymt verður frá leikjum eins og kostur er, sem og að samantekt verður af úrslitum. Við munum óska eftir að fá upptökur af leikjum frá leikmönnum eftir því sem þeir treysta sér til.

Við viljum hvetja sem flesta leikmenn til að fanga leikinn á upptöku með PS4 upptökutækni eða nýta sér utan á liggjandi Capture Card. Þeir leikmenn sem taka upp sína leiki eiga meiri von á því að fá sýnt frá sínum leikjum.

Leikir í fyrstu umferð verða ekki í beinni útsendingu á vegum KSÍ en KSÍ og RÍSÍ áskilur sér rétt til að nýta aðsent efni í útsendingu.

Ljóst er af þeim skráningum sem þegar hafa borist að mikill áhugi er fyrir mótinu og því hvetjum við alla áhugasama til að skrá sig sem allra fyrst. Eðlilega ræðst mótafyrirkomulag endanlega af fjölda þátttakenda í mótinu.

16 ára aldurstakmark er í mótið.

Mótafyrirkomulag
• Spilað er FIFA ultimate team (FUT), sem er ríkjandi keppnisfyrirkomulag í heiminum
• Vegna Covid-19 þá verður þetta mót 1v1 mót
• Hvert íþróttafélag má senda eins mörg lið og því langar til
• Spilarar verða að spila með sitt eigið FUT lið
• Ekki má nota sama PS4 aðganginn nema fyrir einn leikmann
• FUT liðið skal vera 85 overall rated og má ekki vera með leikmenn undir 75 rating á bekknum
• Fyrstu leikdagar mótsins verða miðvikudaginn 1. apríl og fimmtudaginn 2. apríl
• Næstu leikdagar verða svo viku seinna
• Nákvæmara mótafyrirkomulag ræðst af fjölda þátttakanda í mótinu og verður kynnt síðasta lagi á þriðjudaginn 31. mars

Skráning
• Skráning stendur yfir og er skráningaform aðgengilegt hér - Skráningarform
• Skráningarformið á að senda á [email protected]
• Tekið verður við skráningum til miðnættis sunnudaginn 29. mars.
• Hvert félag má senda eins marga leikmenn og það vill
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner