Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Íþróttir munu fara aftur af stað bak við luktar dyr"
Spadafora (með treyjuna) í heimsókn hjá ítalska landsliðinu.
Spadafora (með treyjuna) í heimsókn hjá ítalska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Vincenzo Spadafora, íþróttamálaráðherra Ítalíu, telur að ítalski boltinn muni ekki geta byrjað í maí og fullyrðir að íþróttaviðburðir verði bak við luktar dyr þegar þeir fara aftur í gang.

„Spáin um að íþróttaviðburðir gætu farið aftur í gang í apríl eða maí var of bjartsýn miðað við ástandið," segir Spadafora.

„Ég get sagt með vissu að þegar íþróttirnar fara aftur af stað verða þær klárlega fyrir luktum dyrum. Það er ekki hægt að gera ráð fyrir neinu öðru."

Íþróttamálaráðherrann segist ekki ætla að skipta sér neitt af því hvernig og hvort ítalska tímabilið verði klárað.

„Lokaákvörðunin verður hjá ítalska sambandinu. En það er ólíklegt að hægt verði að spila í maí. Þetta er flókin staða," segir Spadafora.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner