Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Ter Stegen ekki eiga skilið laun eins og Suarez og Messi fá
Marc-Andre Ter Stegen.
Marc-Andre Ter Stegen.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Rivaldo segir að markvörðuinn Marc-Andre ter Stegen eigi að fá nýjan samning hjá Barcelona, en hann eigi samt ekki skilið að fá svipuð laun og Lionel Messi og Luis Suarez.

Núgildandi samningur Ter Stegen er til sumarsins 2022, en Börsungar hafa verið að ræða við hann um nýjan samning. Sagan segir að viðræðurnar gangi ekki vel þar sem launakröfur Þjóðverjans séu í hærri kantinum.

Rivaldo, sem lék með Barcelona við góðan orðstír frá 1997 til 2002, hefur tjáð sig um málið og segir hann: „Hann á skilið að fá betri laun eftir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið síðustu árin."

„Hann á ekki skilið að fá svipuð laun og Suarez og Messi, en hann á að vera einn best launaði leikmaður félagsins."

Ter Stegen þykir einn besti markvörður í heimi og er hann á besta aldri, 27 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner