Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   mið 27. mars 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta var jafnt til að byrja með. Þeir gáfu okkur góðan leik og eru með hörkulið. Heilt yfir fanns mér við bara vera flottir í leiknum varnarlega og sóknarlega. Lítið hægt að segja við þessu marki, bara sturlað skot hjá honum. En heilt yfir var þetta bara ágætisleikur.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á ÍA í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Þolinmæðisverk og nýjir takkaskór sem göldruðu.

Höskuldur er ánægður með hvernig hans menn unnu sig hægt og rólega inn í leikinn og telur að þema leiksins hafi verið þolinmæði.

Þemað í leiknum var þolinmæðisverk. Erfiðar aðstæður líka. Völlurinn var mjög þurr og stamur. Það tók smá tíma að finna réttu vigtirnar þegar völlurinn er svona þurr og stamur. En heilt yfir bara fínt flæði og það var góður andi líka í liðinu.

Höskuldur skoraði tvö glæsileg mörk í kvöld.

Maður hefur alveg skorað ágætlega undanfarið. Það verður bara að halda því áfram.

Höskuldur, Damir, Aron Bjarna og Kristin Jónsson áttu langt samtal um það hvernig þeir ætluðu að taka aukaspyrnuna sem Höskuldur skoraði úr. Höskuldur segjir það alveg hafa komið til greina að hann myndi ekki taka spyrnuna.

Við vorum bara að skoða það hvernig þeir myndu stilla upp og ég var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm og hafði trú á að þeir myndu gadra eitthvað. Ég steig þá bara fram og ákvað að taka hana.“

Frábær vetur og frábært þjálfarateymi

Höskuldur er heilt yfir ánægður með veturinn sem Blikaliðið er búið að eiga.

Veturinn hefur verið mjög flottur. Við höfum verið ágætlega heppnir með skakkaföll. Maður fagnar því að hópurinn sé heilt yfir heill. Við erum á góðum takti og erum að nálgast okkar rétta form á réttum tíma.

Höskuldur er hæstánægður með veturinn hjá Dóra og þjálfarateyminu.

Dóri var náttúrulega búinn að vinna sér inn mikla virðingu áður en hann tók alveg við liðinu þannig við vissum alveg hvað hann hafi fram á að færa. Hann er bara að stíga upp ef eitthvað er og hann er með mjög gott teymi með sér sem eiga stórt hrós skilið fyrir þetta undirbúningstímabil.

Telur liðið vera á góðum stað og frábær auglýsing.

Fyrirliðinn er ánægður með hvernig liðið er að spila í dag og var sáttur með leikinn úti í æfingarferðinni gegn FC Köln.

Ég er bara mjög brattur. Maður er samt með lappirnar á jörðinni, mótið er ekki byrjað en það er stutt í það. Við erum að koma undan frábærri æfingarferð sem endaði með glæsilegum leik gegn feykisterku liði í þýsku Bundensligunni. Þar héldum við í okkar gildi gegn sterku liði og þorðum að vera við.

Höskuldur er spenntur fyrir Bestu deildinni og er hæst ánægður með auglýsinguna. 

Það er bara tilhlökkun. Auglýsingin er komin út. Þriðja árið í röð þar sem Hannes er að galdra fram einhverjar snilldar auglýsingar. Það er orðin skemmtileg hefð. Níu dagar í fyrsta leik og það er bara tilhlökkun. Það er alltaf einhver einstakur sjarmi yfir íslensku deildinni, bara tilhlökkun.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner