Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. apríl 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 6. sæti
Þróttur kom skemmtilega á óvart í fyrra.
Þróttur kom skemmtilega á óvart í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Þróttur R.
7. Stjarnan
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Tindastóll

6. Þróttur R.

Lokastaða í fyrra: Nýliðar Þróttar komu mest allra liða á óvart í fyrra og enduðu í 5. sætinu. Falldraugurinn var ekki nálægt Laugardalnum og Þróttarar stefna nú á að byggja ofan á gott gengi.

Þjálfarinn: Nik Chamberlain hefur þjálfað Þrótt síðan um mitt sumar 2016 og gert flotta hluti með liðið. Nik hefur sjálfur verið lengi leikmaður á Íslandi en hann þjálfaði einnig Fjarðabyggð í 1. deild kvenna á sínum tíma.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Þór/KA.

„Eftir að hafa lent í 5.sæti í Pepsi Max í fyrra þá er Þrótturum spáð á svipaðar slóðir þetta árið. Útsjónarsamur þjálfari sem er klókur á leikmannamarkaðnum heldur enn um taumana og ljóst að liðið vill ekki taka skref aftur á bak. Líklega litast spáin að einhverju leiti að því að útlendingarnir voru góðir í fyrra og spurning hvernig viðbætur við liðið koma út í sumar."

Þurfa að ná betri heimavallarárangri
„Liðið skoraði talsvert af mörkum í fyrra og voru í þriðja sæti yfir markaskorun. Þær hins vegar fengu talsvert af mörkum á sig og hafa örugglega verið að vinna í þeim málum í vetur. Það er stutt á milli í þessu og ef þær ná að múra betur fyrir markið í sumar þá gætu þær slitið sig frá liðunum í neðri hlutanum. Þær voru nefnilega að fá svipað á sig af mörkum í fyrra og liðin fyrir neðan."

„Það hefur verið góður stígandi í Þrótti síðustu ár og greinilegt að þjálfarinn er með hópinn sinn á réttri leið. Gangi eins vel á leikmannamarkaðnum og undanfarið þá gæti vel farið svo að Þróttur nálgist liðin enn meira í efri hlutanum. Þær verða líka að ná upp betri heimavallaárangri en í fyrra var aðeins eitt lið sem vann færri leiki á heimavelli."


Lykilmenn: Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, Katherine Amanda Cousins og reynsluboltinn Íris Dögg Gunnarsdóttir.

Gaman að fylgjast með: Hin fljóta og efnilega Mist Funadóttir er fædd 2003 og á eftir að vekja athygli í sumar.

Komnar:
Gudrún Gyða Haralz frá Breiðablik
Ísabella Anna Húbertsdóttir frá Val
Íris Dögg Gunnarsdóttir frá Breiðablik
Sóley Maria Steinarsdóttir frá Breiðablik

Farnar
Laura Hughes til Canberra United
Mary Alice Vignola í Val
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í Val (Var á láni)
Stephanie Riberio til HB Koge

Sjá einnig
Hin Hliðin - Sóley Steinarsdóttir
Hin Hliðin - Álfhildur Kjartansdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner