Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   sun 27. apríl 2025 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Kvenaboltinn
Fanndís og Adda fagna saman
Fanndís og Adda fagna saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur báru 3-0 sigurorð af liði Þór/KA á N1-vellinum fyrr í dag þar sem liðin mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Eftir heldur tíðindalítin fyrri hálfleik mætti Valur mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum 3-0 sigur eins og fyrr segir. Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir kom þar mikið við sögu og var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað hefði breyst á milli fyrri og síðari hálfleiks svaraði hún.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Við breyttum því bara aðeins að vera aðgangsharðari á síðasta þriðjungi vallarinns og lögðum mikla áherslu á að klára hlaupin okkar af krafti. Mér fannst það ganga hrikalega vel í seinni hálfleik. Ekki það við fengum færi í fyrri hálfleik sem við hefðum auðvitað átt að klára en bara frábært að klára þetta í seinni hálfleik sannfærandi.“

Fanndís lék lykilhlutverk í öllum mörkum Vals í dag. Átti fyrst fyrirgjöf sem leiddi af sér vítaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði loks það þriðja sjálf. Nokkuð gott dagsverk það.

„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana. “

Sagði Fanndís en Adda eins og Ásgerður er alla jafna kölluð og er fyrrum þjálfari og samherji Fanndísar í Val var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net og spáði sigri Vals auk þess sem hún spáði því að Fanndís myndi skora.

Sigurinn setur Valsliðið á topp deildarinnar þar sem liðið situr með sjö stig. Er það á pari við væntingar liðsins fyrir mót?

„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner