Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 27. apríl 2025 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Kvenaboltinn
Fanndís og Adda fagna saman
Fanndís og Adda fagna saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur báru 3-0 sigurorð af liði Þór/KA á N1-vellinum fyrr í dag þar sem liðin mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Eftir heldur tíðindalítin fyrri hálfleik mætti Valur mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum 3-0 sigur eins og fyrr segir. Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir kom þar mikið við sögu og var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað hefði breyst á milli fyrri og síðari hálfleiks svaraði hún.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Við breyttum því bara aðeins að vera aðgangsharðari á síðasta þriðjungi vallarinns og lögðum mikla áherslu á að klára hlaupin okkar af krafti. Mér fannst það ganga hrikalega vel í seinni hálfleik. Ekki það við fengum færi í fyrri hálfleik sem við hefðum auðvitað átt að klára en bara frábært að klára þetta í seinni hálfleik sannfærandi.“

Fanndís lék lykilhlutverk í öllum mörkum Vals í dag. Átti fyrst fyrirgjöf sem leiddi af sér vítaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði loks það þriðja sjálf. Nokkuð gott dagsverk það.

„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana. “

Sagði Fanndís en Adda eins og Ásgerður er alla jafna kölluð og er fyrrum þjálfari og samherji Fanndísar í Val var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net og spáði sigri Vals auk þess sem hún spáði því að Fanndís myndi skora.

Sigurinn setur Valsliðið á topp deildarinnar þar sem liðið situr með sjö stig. Er það á pari við væntingar liðsins fyrir mót?

„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner