Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
   sun 27. apríl 2025 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Kvenaboltinn
Fanndís og Adda fagna saman
Fanndís og Adda fagna saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur báru 3-0 sigurorð af liði Þór/KA á N1-vellinum fyrr í dag þar sem liðin mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Eftir heldur tíðindalítin fyrri hálfleik mætti Valur mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum 3-0 sigur eins og fyrr segir. Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir kom þar mikið við sögu og var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað hefði breyst á milli fyrri og síðari hálfleiks svaraði hún.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Við breyttum því bara aðeins að vera aðgangsharðari á síðasta þriðjungi vallarinns og lögðum mikla áherslu á að klára hlaupin okkar af krafti. Mér fannst það ganga hrikalega vel í seinni hálfleik. Ekki það við fengum færi í fyrri hálfleik sem við hefðum auðvitað átt að klára en bara frábært að klára þetta í seinni hálfleik sannfærandi.“

Fanndís lék lykilhlutverk í öllum mörkum Vals í dag. Átti fyrst fyrirgjöf sem leiddi af sér vítaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði loks það þriðja sjálf. Nokkuð gott dagsverk það.

„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana. “

Sagði Fanndís en Adda eins og Ásgerður er alla jafna kölluð og er fyrrum þjálfari og samherji Fanndísar í Val var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net og spáði sigri Vals auk þess sem hún spáði því að Fanndís myndi skora.

Sigurinn setur Valsliðið á topp deildarinnar þar sem liðið situr með sjö stig. Er það á pari við væntingar liðsins fyrir mót?

„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner