Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 27. apríl 2025 21:20
Sverrir Örn Einarsson
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Kvenaboltinn
Fanndís og Adda fagna saman
Fanndís og Adda fagna saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valskonur báru 3-0 sigurorð af liði Þór/KA á N1-vellinum fyrr í dag þar sem liðin mættust í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Eftir heldur tíðindalítin fyrri hálfleik mætti Valur mun ákveðnari til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum 3-0 sigur eins og fyrr segir. Reynsluboltinn Fanndís Friðriksdóttir kom þar mikið við sögu og var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum. Aðspurð hvað hefði breyst á milli fyrri og síðari hálfleiks svaraði hún.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  0 Þór/KA

„Við breyttum því bara aðeins að vera aðgangsharðari á síðasta þriðjungi vallarinns og lögðum mikla áherslu á að klára hlaupin okkar af krafti. Mér fannst það ganga hrikalega vel í seinni hálfleik. Ekki það við fengum færi í fyrri hálfleik sem við hefðum auðvitað átt að klára en bara frábært að klára þetta í seinni hálfleik sannfærandi.“

Fanndís lék lykilhlutverk í öllum mörkum Vals í dag. Átti fyrst fyrirgjöf sem leiddi af sér vítaspyrnu, lagði upp annað markið og skoraði loks það þriðja sjálf. Nokkuð gott dagsverk það.

„Ég er þokkalega sátt, þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur vinkonu mína og þetta var allt fyrir hana. “

Sagði Fanndís en Adda eins og Ásgerður er alla jafna kölluð og er fyrrum þjálfari og samherji Fanndísar í Val var spámaður umferðarinnar hér á Fótbolti.net og spáði sigri Vals auk þess sem hún spáði því að Fanndís myndi skora.

Sigurinn setur Valsliðið á topp deildarinnar þar sem liðið situr með sjö stig. Er það á pari við væntingar liðsins fyrir mót?

„Þetta er bara fínt, við erum ekkert að pæla í hvar liðið er við erum bara að horfa fram á veginn og halda áfram. Við erum því bara þokkalega sáttar.“

Sagði Fanndís en allt viðtalið við hana má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner