Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   sun 27. apríl 2025 22:08
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var ánægður með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans vann ÍA 5-0 á Avis-vellinum.


Lestu um leikinn: KR 5 -  0 ÍA

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna á löngum köflum í leiknum, ánægður með orkuna, ánægður með andann og dugnaðinn sem við sýndum."  Sagði Óskar Hrafn

„Við stigum ekki af bensíngjöfinni í 90 mínútur og ég er ánægður með það. Við vorum ekki verja eitthvað heldur reyndum að sækja allan tímann. Mér fannst við vera einbeitingalausir fyrstu 20 mínúturnar, þá vorum við að gefa of mikið af feilsendingum. Ég get samt ekkert kvartað, en þó að við séum ánægðir með sigurinn þá vitum við samt að við eigum töluvert inni. Mér finnst við eiga töluvert inni í að ná heildstæðum takt í liðið."

ÍA byrjaði leikinn betur en fóru illa með færin sem þeir fengu. KR-ingar skoruðu svo fyrsta mark leiksins á 24. mínútu og tóku yfir eftir það.

„Ég var ekkert ósáttur beint við það hvernig menn komu inn í leikinn. Ég man nú ekki eftir því hvort þetta voru einhver risa færi. Eins og Hallgrímur Jónasson (þjálfari KA) sagði að hann hafi fengið sjö dauðafæri á móti okkur í fyrstu umferðinni. Ég bið hann um að senda mér klippu af þeim öllum."

„Þeir komust í hættulegar stöður, það er alveg ljóst. Við vissum það fyrir leikinn að þeir eru með Gísla Laxdal og Viktor Jóns upp á topp. Viktor er frábær í loftinu, góður target maður. Gísli Laxdal er frábær að hlaupa bakvið varnir og er mjög fljótur. Þeir eru góðir að tímasetja hlaup bakvið. Þannig við vissum alveg að við þurftum að vera á tánum, og það getur alveg skapað hættu. Eðlilega ná Skagamenn að skapa einhverja hættu þannig."

„Það sem að pirraði mig meira var að við vorum að gefa feilsendingar sem við erum ekkert vanir að gera, og ekki undir pressu. Heldur bara svona kæruleysi og smá einbeitingarleysi. Þá fannst mér þeir vera að fá hættulegustu stöðurnar sínar, svo svona lagaðist það. Mér fannst ekki við koma eitthvað illa stemndir til leiks, við áttum fínar sóknir en við hleyptum þeim of nálægt okkur of oft, sem er eitthvað sem við þurfum að laga."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner