Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fös 27. maí 2022 14:15
Elvar Geir Magnússon
Conte fundaði með Paratici í Tórínó og verður áfram með Tottenham
Antonio Conte verður áfram stjóri Tottenham en þetta var staðfest í dag eftir fund hans með framkvæmdastjóranum Fabio Paratici í Tórínó.

Telegraph segir að Paratici hafi lofað Conte að Tottenham muni reyna að fá að minnsta kosti sex nýja leikmenn í sumar.

Meirihluti þeirra 150 milljóna sem hafi verið fjárfest inn í félagið í þessari viku eiga að fara í að styrkja liðið.

Conte er þekktur fyrir að vera mjög kröfuharður en hann náði góðum árangri eftir að hann tók við Spurs og kom liðinu í Meistaradeildina.
Athugasemdir
banner
banner