Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 12:40
Aksentije Milisic
Heimild: 433.is 
Viðar Örn mun yfirgefa Atromitos
Mynd: Atromitos

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Atromitos í Grikklandi, mun ekki vera áfram hjá liðinu en þessu greindi hann frá í þættinum Íþróttavikan á 433.is.


Viðar gekk til liðs við Atromitos fyrir tæpu ári síðan en ljóst er að hann mun ekki halda þar áfram. Viðar hafði verið í deilum við félagið og fór hann til Fifa vegna vangoldinna launa.

„Samningurinn klárast 30. júní. Við vorum með svona 1+1 sem er í raun og veru árangurstengdurmöguleiki. Það var svolítið óraunhæft og var í raun og veru aldrei að fara að gerast. Sem ég er bara sáttur með núna. Ég er búinn að prófa þetta og leita annað núna. Það hentar mér langbest að vera í liði sem er að reyna að vinna deildina og heldur í boltann. Á móti stærri liðunum vorum við að pakka í vörn og beita skyndisóknum. Við gerðum það þokkalega vel en fyrir mér hentar miklu betur að vera nálægt boxinu og vera í færunum í liði sem stjórnar," sagði Viðar í þættinum.

„Maí er frekar dauður mánuður en við erum að vinna á fullu í þessu. Ég er með mínar hugmyndir um hvað ég vil. Ég tel mig eiga nóg eftir. Þetta endaði kannski ekki alveg eins og ég vildi, síðustu mánuðir, en miðað við þá leiki sem ég átti sannaði ég fyrir sjálfum mér að ég eigi fullt erindi í að vera áfram í góðri deild í útlöndum í nokkur ár í viðbót. Það er planið og við sjáum hvernig þetta þróast."

Það verður áhugavert að sjá hvert næsta skref Viðars verður á sínum ferli.Athugasemdir
banner
banner
banner