Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 19:58
Brynjar Ingi Erluson
Róbert í sigurliði þriðja leikinn í röð - Slæm úrslit hjá Gautaborg og Norrköping
Róbert Orri og félagar eru að gera vel
Róbert Orri og félagar eru að gera vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róberto Orri Þorkelsson og hans menn í Kongsvingver unnu 2-0 sigur á Sandnes í norsku B-deildinni í dag en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röð.

Varnarmaðurinn byrjar vel hjá nýja félaginu en hann kom frá Montreal undir lok gluggans.

Liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er á toppnum með 21 stig eftir tíu leiki.

Róbert lék allan leikinn í vörn Kongsvinger. Eyþór Martin Björgólfsson kom inn af bekknum hjá Moss sem lagði Mjöndalen að velli, 2-1, í sömu deild.

Moss er í 5. sæti með 17 stig. Davíð Snær Jóhannsson lék allan leikinn fyrir Álasund sem vann Asane, 4-1. Þetta var annar sigur Álasunds á tímabilinu, en það er með 8 stig í 14. sæti deildarinnar.

Ekki fór það vel hjá Íslendingunum í sænsku úrvalsdeildinni. Arnór Ingvi Traustason var í liði Norrköping sem tapaði fyrir Värnamo, 4-0, í elleftu umferð deildarinnar. Ísak Andri Sigurgeirsson var ekki með Norrköping. Liðið er í 14. sæti með 11 stig.

Kolbeinn Þórðarson byrjaði þá hjá Gautaborg sem tapaði fyrir AIK, 5-2. Adam Ingi Benediktsson var aftur á bekknum en hann gæti bráðlega fengið tækifærið.

Hinn 19 ára gamli Elis Bishesari hefur staðið á milli stanganna í fyrstu ellefu leikjunum og fengið á sig nítján mörk.
Athugasemdir
banner
banner