Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. júní 2021 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku refsað fyrir heiðarleika
Mynd: EPA
Belgía er að spila við Evrópumeistara Portúgal í 16-liða úrslitum Evrópumótsins þessa stundina. Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 1-0 fyrir Belgíu.

Romelu Lukaku, sóknarmaður Belgíu, hefur verið í mikilli baráttu við varnarmenn Portúgal í leiknum.

Lukaku er gríðarlega sterkur og hann reynir eins og hann getur að standa í fæturnar.

Í fyrri hálfleiknum var haldið aftan í Lukaku en hann lét sig ekki detta. Dómarinn sleppti því hins vegar að dæma aukaspyrnu. Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, gagnrýndi þetta harðlega á samfélagsmiðlinum Twitter.

„Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að leikmenn dýfa sér. Dómarar þurfa að verðlauna fyrir heiðarleika ef það á að breytast," skrifar Lineker.



Athugasemdir
banner
banner