Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 27. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það komi 10 milljón evra tilboð í Gylfa
Al-Hilal í Sádí-Arabíu mun gera 10 milljón evra tilboð í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Fjölmiðlamaðurinn Ekrem Konur sagði frá því í síðustu viku að félagið hefði áhuga á Gylfi og núna hefur hann bætt við þessi tíðindi.

Hann segir frá því á Twitter að Al-Hilal muni gera 10 milljón evra tilboð til Everton í Gylfa. Það nemur tæplega 1,5 milljöðrum íslenskra króna.

Fjölmiðlamaðurinn telur að Everton muni samþykkja tilboðið en aðalvinnan sé fólgin í því að sannfæra Gylfa sem er ekki sagður spenntur fyrir því að fara til Sádí-Arabíu.

Gylfi er enn á góðum aldri, hann er bara 31 árs. Hann var að enda við það að eiga gott tímabil með Everton er hann er samningsbundinn þar út næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner