Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 27. júní 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að það komi 10 milljón evra tilboð í Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Al-Hilal í Sádí-Arabíu mun gera 10 milljón evra tilboð í íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson.

Fjölmiðlamaðurinn Ekrem Konur sagði frá því í síðustu viku að félagið hefði áhuga á Gylfi og núna hefur hann bætt við þessi tíðindi.

Hann segir frá því á Twitter að Al-Hilal muni gera 10 milljón evra tilboð til Everton í Gylfa. Það nemur tæplega 1,5 milljöðrum íslenskra króna.

Fjölmiðlamaðurinn telur að Everton muni samþykkja tilboðið en aðalvinnan sé fólgin í því að sannfæra Gylfa sem er ekki sagður spenntur fyrir því að fara til Sádí-Arabíu.

Gylfi er enn á góðum aldri, hann er bara 31 árs. Hann var að enda við það að eiga gott tímabil með Everton er hann er samningsbundinn þar út næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner