Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Valerenga með skilaboð gegn hommafælni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Á aðfaranótt laugardags var framin hrottaleg hryðjuverkaárás á London Bar sem er afar vinsæll hommabar í miðborg Osló.


Tvær manneskjur létust í árásinni og átta voru færðar á spítala á meðan árásarmaðurinn, sem er talið að hafi verið einn að verki, var handtekinn.

Stuðningsmenn Vålerenga, sem er með heimavöll í Osló, sýndu hreyfingu samkynhneigðra stuðning eftir atvikið með borða og blysum þegar Odd kíkti í heimsókn í gær.

„Fjölbreytileikann er ekki hægt að drepa," stendur á borða stuðningsmanna Vålerenga sem sést hér fyrir neðan.

Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason eru leikmenn Valerenga.


Athugasemdir
banner
banner
banner