Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   fim 27. júní 2024 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 10. umferðar - Valur með flesta fulltrúa
Katie Cousins hefur átt frábært sumar með Val.
Katie Cousins hefur átt frábært sumar með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Dögg er í liðinu aðra umferðina í röð.
Selma Dögg er í liðinu aðra umferðina í röð.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir.
Mynd: Þróttur R.
Tíunda umferð Bestu deildar kvenna kláraðist í gær en Valur vann dramatískan 1-2 sigur gegn Þór/KA í toppbaráttuslag á Akureyri og á fjóra fulltrúa í liði umferðarinnar.

Pétur Pétursson er þjálfari umferðarinnar og þá eru Anna Björk Kristjánsdóttir, Katie Cousins og Fanndís Friðriksdóttir í úrvalsliðinu.

Lidija Kulis sýndi góða frammistöðu fyrir Þór/KA í leiknum og fær sæti í úrvalsliðinu.



Breiðablik vann útisigur í Keflavík þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir átti frábæran leik og skoraði tvisvar. Telma Ívarsdóttir stóð vaktina vel í markinu. Valur og Breiðablik eru jöfn að stigum á toppnum.

Þróttur er á sigurbraut og lagði Fylki að velli í þessari umferð. Caroline Murray var þar maður leiksins og Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir skoraði markið sem skildi liðin að.

Þá voru Selma Dögg Björgvinsdóttir og Shaina Ashouri bestar í sigri Víkinga gegn Stjörnunni og Elísa Lana Sigurjónsdóttir var besti leikmaður vallarins er FH vann góðan sigur á Tindastóli.

Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner