Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júlí 2021 18:25
Elvar Geir Magnússon
Lee Carsley og Ashley Cole taka við U21 liði Englands (Staðfest)
Lee Carsley.
Lee Carsley.
Mynd: Getty Images
Lee Carsley hefur verið ráðinn nýr þjálfari U21 landsliðs Englands og aðstoðarmaður hans verður Ashley Young, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins.

Carsley var leikmaður með Everton og Derby en Cole hefur verið að þjálfa í akademíu Chelsea og heldur því starfi áfram samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu.

Carsley hefur starfað við þjálfun hjá yngri landsliðum Englands og var aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Hann hefur einnig starfað hjá Manchester City og Birmingham. Hann lék 40 landsleiki fyrir Írland.

Carsley tekur við af Aidy Boothroyd sem var látinn fara fyrr á þessu ári. Hann mun stýra sínum fyrsta leik þann 3. september gegn Rúmeníu sem fer fram í Búkarest.
Athugasemdir
banner
banner