Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 27. júlí 2022 13:54
Elvar Geir Magnússon
ÞÞÞ dæmir toppslag í Bestu deildinni
ÞÞÞ með flautuna í munninum.
ÞÞÞ með flautuna í munninum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson dæmir toppslag í Bestu deild kvenna á morgun þegar Valur og Stjarnan eigast við á Hliðarenda. Valur er í efsta sæti en Stjarnan í þriðja.

Þórður Þorsteinn, sem er fyrrum leikmaður ÍA, FH og HK, lagði skóna á hilluna fyrir þetta tímabil og fór að dæma. Hann stefnir á að ná langt í dómgæslunni og hefur klifrað hratt upp stigann hjá KSÍ.

Hann var nýlega settur inn í landsdómarahópinn og dæmir á morgun í efstu deild í fyrsta sinn.

„Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég byrjaði dæma er að ég tel mig geta náð lengra sem dómari í dag heldur en leikmaður. Ég er orðinn 27 ára, líkaminn er í toppstandi og maður stefnir á að komast í FIFA-dómarann," sagði Þórður í viðtali við Fótbolta.net í maí.

„Ég held að mín reynsla sem fótboltamaður sé einn af mínum helstu kostum sem dómari - minn leikskilningur. Ég held að ég geti fullyrt það að það sé enginn dómari á Íslandi sem eigi að baki tæplega 100 leiki í efstu deild. Það gæti verið einsdæmi í heiminum."

Sjá einnig:
Viðtalið við Þórð frá því í maí
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner