Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 27. júlí 2023 00:10
Brynjar Ingi Erluson
Krísufundur hjá Fram - Nonni verður látinn fara
Jóns Þórir Sveinsson
Jóns Þórir Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Fram
Ágúst Gylfason er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn knattspyrnudeildar Fram hélt krísufund í kvöld vegna gengi liðsins á tímabilinu og er hún alvarlega að íhuga stöðu Jóns Þóris Sveinssonar, þjálfara liðsins, en þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Fram hefur tapað ellefu leikjum í Bestu deildinni í sumar og tapaðist þá fjórði leikur liðsins í röð í kvöld er liðið heimsótti Stjörnuna á Samsung-völlinn.

Ekkert hefur gengið hjá Frömurum í sumar og situr liðið nú í næst neðsta sæti með aðeins 14 stig og ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hélt stjórn Fram krísufund eftir 4-0 tapið gegn Stjörnunni og var framtíð Jóns Þóris rædd.

Sömu heimildir herma að klefi Fram sé klofinn og að nokkrir leikmenn félagsins séu afar ósáttir og vilji hann burt.

Uppfært 00:45: Samkvæmt fyrstu fréttum var skrifað um að Jón Þórir fengi Fylkisleikinn til að bjarga starfi sínu en nú hefur verið ákveðið að ráðast í breytingar og má væntanlega búast við frekari fregnum á næstu dögum.

Jón Þórir stýrði liðinu eftirminnilega upp í Bestu deildina árið 2021 og það án þess að tapa leik. Á síðustu leiktíð hafnaði Fram í 9. sæti Bestu deildarinnar undir hans stjórn.

Það hefur verið í umræðunni að Ágúst Gylfason sé líklegastur til að taka við starfinu en hann var mættur á leik Vals og Fram á Hlíðarenda á sunnudag.

Ágúst hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Stjörnunni í byrjun maí en hann hefur áður þjálfað Fjölni, Breiðablik og Gróttu.

Framarar fá nú tæpa tveggja vikna pásu til að stilla saman strengi áður en liðið mætir nýliðum Fylkis á Framvellinum í Úlfarsárdal en sá leikur er 8. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner