Manchester-liðin sýna Donnarumma áhuga - Arsenal vill klára kaupin á Eze - Fofana til Everton?
   sun 27. júlí 2025 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford: Flick getur látið mig að spila góðan fótbolta
Mynd: Barcelona
Marcus Rashford lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í dag þegar hann spilaði hálftíma í 3-1 sigri gegn Vissel Kobe í æfingaleik í Japan.

Rashford gekk til liðs við Barcelona frá Man Utd á láni á dögunum. Hann kom inn á í hálfleik en spilaði aðeins hálftíma í seinni hálfleik.

Hann kom að marki Roony Bardghji sem var einnig að spila sinn fyrsta leik fyrir liðið en þessi 19 ára gamli Svíi kom til félagsins frá FC Kaupmannahöfn.

Rashford átti frábæra sendingu innfyrir á Robert Lewandowski sem lagði boltann á Bardghji sem kom Barcelona í 2-1 en Eric Garcia skoraði fyrsta mark Barcelona í fyrri hálfleik.

Ruben Amorim og Rashford náðu ekki vel saman en Rashford vonast til að samvinna hans og Hansi Flick verði góð.

„Hann getur látið mig spila góðan fótbolta. Ástæðan fyrir því að ég er hérna er til að hjálpa liðinu að vinna. Ég mun hlusta á allar upplýsingar sem ég þarf og reyna nýta þær í leikjum til að bæta liðið," sagði Rashford.

„Ég mun líklega spila á vinstri kanti. Ég get spilað í mörgum mismunandi stöðum, það er einn af mínum styrkleikum að ég get spilað í öllum þremur fremstu stöðunum."
Athugasemdir
banner