Það var mikill hiti eftir jafntefli Stjörnunnar og FH í Garðabænum í kvöld. Stjarnan skoraði jöfnunarmark í blálokin sem FH-ingar töldu ólöglegt og allt sauð upp úr þegar flautað hafði verið til leiksloka.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 FH
„Þetta var algjör þvæla hjá báðum liðum í lokin, rauð spjöld og eitthvað. Þetta getur verið dýrt. Mér fannst við mikið betri allan leikinn og það er svekkjandi að hafa ekki náð að kreista fram sigur," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Leikurinn var fullur af vafaatriðum en í fyrri hálfleiknum vildi Stjarnan fá víti þegar Atli Guðnason virtist brjóta á Baldri.
„Þetta var klárt víti, hann bara tekur mig niður."
Baldur segir að úrslitin séu eiginlega jafnslæm fyrir bæði lið en Valur hefur sjö stiga forystu á toppi deildarinnar.
„Möguleikarnir á Íslandsmeistaratitlinum eru mjög litlir en við höldum áfram," segir Baldur.
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir