Man Utd gæti fengið Donnarumma ef Inter kaupir Onana - Tottenham reynir við Eze - Vardy óvænt orðaður við Napoli
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
   lau 27. ágúst 2022 20:45
Sverrir Örn Einarsson
Guðjón Pétur: Grófum okkur djúpa holu
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson var ögn upplitsdjarfari í dag en á þessari mynd
Guðjón Pétur Lýðsson var ögn upplitsdjarfari í dag en á þessari mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi segja að við verðum að vera sáttir við þessi úrslit úr því sem komið var. Við vorum ekki að spila nógu vel í fyrri hálfleik og grófum okkur djúpa holu en við mokuðum okkur upp úr henni. “ Sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli Grindavíkur gegn Vestra í dag en Grindavík kom til baka úr 0-2 stöðu með tveimur mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Vestri

Grindavíkurliðið var að leika sinn fjórða leik á 14 dögum í dag og var tempóið í leiknum lengst af ansi lágt. Er leikjaálag að segja til sín hjá liðinu að mati Guðjóns?

„Nei ég myndi nú ekki segja það. Við byrjuðum keimlíkt í KV leiknum, vorum ekki nógu góðir og ekki nógu nálægt mönnunum okkar og svo virðist sem menn þurfi smá högg í andlitið til þess að þora að stíga upp
og taka þessa aukametra sem þarf. Um leið og við gerðum það í dag þá vorum við hættulegir og sköpuðum færi og erum góðir.“


Nú þegar stutt er í mótslok og að litlu að keppa fyrir lið Grindavíkur. Er Guðjón og aðrir að líta á síðustu leiki mótsins sem upphafið að undirbúningi fyrir næsta tímabil?

„Alveg hundrað prósent. Það er góður efniviður hér í Grindavík og við erum með góðan kjarna og með nokkrum viðbótum getum við klárlega gert atlögu að því að fara upp á næsta ári það er allavega stefnan. “

Sagði Guðjón Pétur en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars viðskipti og sendir heillaóskir á brúðhjón sem létu pússa sig saman í dag.
Athugasemdir
banner