Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   lau 27. ágúst 2022 20:45
Sverrir Örn Einarsson
Guðjón Pétur: Grófum okkur djúpa holu
Lengjudeildin
Guðjón Pétur Lýðsson var ögn upplitsdjarfari í dag en á þessari mynd
Guðjón Pétur Lýðsson var ögn upplitsdjarfari í dag en á þessari mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi segja að við verðum að vera sáttir við þessi úrslit úr því sem komið var. Við vorum ekki að spila nógu vel í fyrri hálfleik og grófum okkur djúpa holu en við mokuðum okkur upp úr henni. “ Sagði Guðjón Pétur Lýðsson leikmaður Grindavíkur eftir 2-2 jafntefli Grindavíkur gegn Vestra í dag en Grindavík kom til baka úr 0-2 stöðu með tveimur mörkum á síðustu 10 mínútum leiksins.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Vestri

Grindavíkurliðið var að leika sinn fjórða leik á 14 dögum í dag og var tempóið í leiknum lengst af ansi lágt. Er leikjaálag að segja til sín hjá liðinu að mati Guðjóns?

„Nei ég myndi nú ekki segja það. Við byrjuðum keimlíkt í KV leiknum, vorum ekki nógu góðir og ekki nógu nálægt mönnunum okkar og svo virðist sem menn þurfi smá högg í andlitið til þess að þora að stíga upp
og taka þessa aukametra sem þarf. Um leið og við gerðum það í dag þá vorum við hættulegir og sköpuðum færi og erum góðir.“


Nú þegar stutt er í mótslok og að litlu að keppa fyrir lið Grindavíkur. Er Guðjón og aðrir að líta á síðustu leiki mótsins sem upphafið að undirbúningi fyrir næsta tímabil?

„Alveg hundrað prósent. Það er góður efniviður hér í Grindavík og við erum með góðan kjarna og með nokkrum viðbótum getum við klárlega gert atlögu að því að fara upp á næsta ári það er allavega stefnan. “

Sagði Guðjón Pétur en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars viðskipti og sendir heillaóskir á brúðhjón sem létu pússa sig saman í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner