Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   sun 27. september 2020 16:57
Baldvin Már Borgarsson
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik. KR tapaði 2-1 fyrir Fylki á heimavelli fyrr í dag en það var gríðarleg dramatík í lokin þar sem Beitir var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Ólaf Inga Skúlason. Fylkir tryggði sigurinn úr vítaspyrnunni en enginn virtist sjá atvikið nema Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari 2.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég náttúrulega bara sá það ekki, það er bara einn maður með arnaraugu, það er línuvörðurinn sem flaggar þetta og boltinn var löngu kominn í leik. Hann virðist ennþá vera að horfa á Beiti og Ólaf Inga þegar hann dæmir þetta, ég veit ekki hvað hann var að spá hann á að vera að fylgjast með hvert boltinn er að fara en gott að hann fylgist svona vel með leiknum því hann var með flaggið uppi meira og minna allan leikinn og tók eiginlega fleiri ákvarðanir heldur en dómarinn þannig ég veit ekki hvað hann var að spá.''

Þetta er gríðarlega mikil blóðtaka fyrir KR í evrópubaráttunni en þeir eru að keppa við Fylki meðal annars í þéttum og góðum pakka um tvö sæti.

„Við erum bara rændir hérna.''

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.''


Er Rúnar búinn að sjá þetta atvik aftur?

„Ég er búinn að sjá atvikið aftur já, þetta er ekkert flókið. Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leita með hausinn í hendurnar á Beiti og hann er bara að fiska þetta, hann lætur alltaf svona.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar leikinn betur, stóru atvikin sem og endurnýjunina á leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner