Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. september 2020 16:57
Baldvin Már Borgarsson
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik. KR tapaði 2-1 fyrir Fylki á heimavelli fyrr í dag en það var gríðarleg dramatík í lokin þar sem Beitir var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Ólaf Inga Skúlason. Fylkir tryggði sigurinn úr vítaspyrnunni en enginn virtist sjá atvikið nema Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari 2.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég náttúrulega bara sá það ekki, það er bara einn maður með arnaraugu, það er línuvörðurinn sem flaggar þetta og boltinn var löngu kominn í leik. Hann virðist ennþá vera að horfa á Beiti og Ólaf Inga þegar hann dæmir þetta, ég veit ekki hvað hann var að spá hann á að vera að fylgjast með hvert boltinn er að fara en gott að hann fylgist svona vel með leiknum því hann var með flaggið uppi meira og minna allan leikinn og tók eiginlega fleiri ákvarðanir heldur en dómarinn þannig ég veit ekki hvað hann var að spá.''

Þetta er gríðarlega mikil blóðtaka fyrir KR í evrópubaráttunni en þeir eru að keppa við Fylki meðal annars í þéttum og góðum pakka um tvö sæti.

„Við erum bara rændir hérna.''

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.''


Er Rúnar búinn að sjá þetta atvik aftur?

„Ég er búinn að sjá atvikið aftur já, þetta er ekkert flókið. Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leita með hausinn í hendurnar á Beiti og hann er bara að fiska þetta, hann lætur alltaf svona.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar leikinn betur, stóru atvikin sem og endurnýjunina á leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner