Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 27. september 2020 16:57
Baldvin Már Borgarsson
Bálreiður Rúnar Kristins: Hann hagar sér eins og hálfviti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var öskuillur í viðtali eftir leik. KR tapaði 2-1 fyrir Fylki á heimavelli fyrr í dag en það var gríðarleg dramatík í lokin þar sem Beitir var rekinn af velli eftir viðskipti sín við Ólaf Inga Skúlason. Fylkir tryggði sigurinn úr vítaspyrnunni en enginn virtist sjá atvikið nema Bryngeir Valdimarsson, aðstoðardómari 2.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Fylkir

„Ég náttúrulega bara sá það ekki, það er bara einn maður með arnaraugu, það er línuvörðurinn sem flaggar þetta og boltinn var löngu kominn í leik. Hann virðist ennþá vera að horfa á Beiti og Ólaf Inga þegar hann dæmir þetta, ég veit ekki hvað hann var að spá hann á að vera að fylgjast með hvert boltinn er að fara en gott að hann fylgist svona vel með leiknum því hann var með flaggið uppi meira og minna allan leikinn og tók eiginlega fleiri ákvarðanir heldur en dómarinn þannig ég veit ekki hvað hann var að spá.''

Þetta er gríðarlega mikil blóðtaka fyrir KR í evrópubaráttunni en þeir eru að keppa við Fylki meðal annars í þéttum og góðum pakka um tvö sæti.

„Við erum bara rændir hérna.''

„Þeir fá bara gefins rautt spjald og víti sem er algjört kjaftæði, þetta er bara fíflagangur í Ólafi Inga, hann hagar sér eins og hálfviti inná vellinum og fiskar rautt spjald á markmanninn okkar og hendir sér niður. Hann leitar með höfuðið í hendina á Beiti sem er löngu búinn að kasta boltanum út og þetta er bara ljótt og við viljum ekki sjá þetta í fótbolta.''


Er Rúnar búinn að sjá þetta atvik aftur?

„Ég er búinn að sjá atvikið aftur já, þetta er ekkert flókið. Ólafur Ingi hagar sér eins og fífl og er að leita með hausinn í hendurnar á Beiti og hann er bara að fiska þetta, hann lætur alltaf svona.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Rúnar leikinn betur, stóru atvikin sem og endurnýjunina á leikmannahópnum.
Athugasemdir