Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 27. september 2020 17:04
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Þurfum að vinna Val
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með stórsigur af hólmi í dag þegar að liðið vann ÍBV 8-0 á Kópavogsvelli en Blikaliðið spilaði stórfínan fótbolta gegn vængbrotnu ÍBV liði og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, ánægður með liðið sitt í dag.

„Ég er bara sáttur við leikinn í dag, við mættum af krafti frá fyrstu mínútu og spiluðum bara vel. Heilt yfir solid sigur, auðvitað ÍBV vængbrotið og leikmenn í leikbanni og eitthvað svoleiðis. Við mættum bara og spiluðum af festu og ákefð frá fyrstu mínútu.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Þrír leikmenn Breiðabliks spiluðu í byrjunarliði landsliðsins í síðasta leik þess, 1-1 jafnteflinu við Svía á Laugardalsvelli, er það ekki gott fyrir Steina og liðið að vera með leikmenn á hæsta „leveli“?

„Auðvitað gefur það þeim extra boost inn í framhaldið, að það sé tekið eftir þeim og þær fái tækifæri í landsliðinu og hafi raunverulega gripið það. Það held ég að hjálpi þeim, geri þær betri og sýni það hversu stutt er á milli í þessu, að þær komist á toppinn.“

Undirritaður ruglaðist á stigatöflunni í viðtalinu en Steini var snöggur að leiðrétta það. Breiðablik mætir Val næsta laugardag í því sem mætti kalla úrslitaleik mótsins og þurfa á að minnsta kosti jafntefli að halda, ætlar liðið að spila upp á stig eða sigur?

„Við þurfum bara að mæta í Valsleikinn og vinna hann, við höfum aldrei spilað upp á jafntefli og ég held að við séum ekki að fara að breyta því. Við þurfum að mæta á Valsvöllinn og eiga góðan leik og það gefur okkur örugglega góðan möguleika á að vinna Val, ef við spilum okkar besta leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner