Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 27. september 2020 17:04
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Þurfum að vinna Val
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með stórsigur af hólmi í dag þegar að liðið vann ÍBV 8-0 á Kópavogsvelli en Blikaliðið spilaði stórfínan fótbolta gegn vængbrotnu ÍBV liði og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, ánægður með liðið sitt í dag.

„Ég er bara sáttur við leikinn í dag, við mættum af krafti frá fyrstu mínútu og spiluðum bara vel. Heilt yfir solid sigur, auðvitað ÍBV vængbrotið og leikmenn í leikbanni og eitthvað svoleiðis. Við mættum bara og spiluðum af festu og ákefð frá fyrstu mínútu.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Þrír leikmenn Breiðabliks spiluðu í byrjunarliði landsliðsins í síðasta leik þess, 1-1 jafnteflinu við Svía á Laugardalsvelli, er það ekki gott fyrir Steina og liðið að vera með leikmenn á hæsta „leveli“?

„Auðvitað gefur það þeim extra boost inn í framhaldið, að það sé tekið eftir þeim og þær fái tækifæri í landsliðinu og hafi raunverulega gripið það. Það held ég að hjálpi þeim, geri þær betri og sýni það hversu stutt er á milli í þessu, að þær komist á toppinn.“

Undirritaður ruglaðist á stigatöflunni í viðtalinu en Steini var snöggur að leiðrétta það. Breiðablik mætir Val næsta laugardag í því sem mætti kalla úrslitaleik mótsins og þurfa á að minnsta kosti jafntefli að halda, ætlar liðið að spila upp á stig eða sigur?

„Við þurfum bara að mæta í Valsleikinn og vinna hann, við höfum aldrei spilað upp á jafntefli og ég held að við séum ekki að fara að breyta því. Við þurfum að mæta á Valsvöllinn og eiga góðan leik og það gefur okkur örugglega góðan möguleika á að vinna Val, ef við spilum okkar besta leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner