Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 27. september 2020 17:04
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Þurfum að vinna Val
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með stórsigur af hólmi í dag þegar að liðið vann ÍBV 8-0 á Kópavogsvelli en Blikaliðið spilaði stórfínan fótbolta gegn vængbrotnu ÍBV liði og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, ánægður með liðið sitt í dag.

„Ég er bara sáttur við leikinn í dag, við mættum af krafti frá fyrstu mínútu og spiluðum bara vel. Heilt yfir solid sigur, auðvitað ÍBV vængbrotið og leikmenn í leikbanni og eitthvað svoleiðis. Við mættum bara og spiluðum af festu og ákefð frá fyrstu mínútu.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Þrír leikmenn Breiðabliks spiluðu í byrjunarliði landsliðsins í síðasta leik þess, 1-1 jafnteflinu við Svía á Laugardalsvelli, er það ekki gott fyrir Steina og liðið að vera með leikmenn á hæsta „leveli“?

„Auðvitað gefur það þeim extra boost inn í framhaldið, að það sé tekið eftir þeim og þær fái tækifæri í landsliðinu og hafi raunverulega gripið það. Það held ég að hjálpi þeim, geri þær betri og sýni það hversu stutt er á milli í þessu, að þær komist á toppinn.“

Undirritaður ruglaðist á stigatöflunni í viðtalinu en Steini var snöggur að leiðrétta það. Breiðablik mætir Val næsta laugardag í því sem mætti kalla úrslitaleik mótsins og þurfa á að minnsta kosti jafntefli að halda, ætlar liðið að spila upp á stig eða sigur?

„Við þurfum bara að mæta í Valsleikinn og vinna hann, við höfum aldrei spilað upp á jafntefli og ég held að við séum ekki að fara að breyta því. Við þurfum að mæta á Valsvöllinn og eiga góðan leik og það gefur okkur örugglega góðan möguleika á að vinna Val, ef við spilum okkar besta leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner