Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 27. september 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
Danskur dómari með flautuna í leik Tékklands og Íslands
 Morten Krogh.
Morten Krogh.
Mynd: Getty Images
Í dag, klukkan 16 að íslenskum tíma, verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Dómari leiksins er 34 ára Dani sem dæmir í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur dæmt í hinum ýmsu keppnum á vegum UEFA, þar á meðal í Þjóðadeildinni og forkeppni Meistaradeildarinnar.

Allt dómarateymið kemur frá Danmörku. D. Wollenberg Rasmussen og Jesper Dahl eru aðstoðardómarar og Peter Kjærsgaard er fjórði dómari.

Í kvöld klukkan 18:45 verður svo síðasti leikur A-landsliðs Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar þegar leikið verður gegn Albaníu í Tirana. Þar sjá Spánverjar um dómgæsluna og aðaldómari verður Ricardo de Burgos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner