Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
Taka stolt á móti Íslandi - „Eitthvað sem gerist bara einu sinni á lífsleiðinni"
Bróðir Ragnars Braga sló heimsmet í dag - „Gæti ekki verið stoltari"
Fékk að heyra það úr stúkunni - „Eins og einhver hefði lekið þeim upplýsingum"
Alli Jói: Ætla ekki að henda neinum undir rútuna
   fös 27. september 2024 22:42
Kári Snorrason
Bjarni unnið allt sem hægt er að vinna - „Vona að mér verði ekki hent núna"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Selfoss vann Fótbolti.net bikarinn eftir sigur á KFA í úrslitum á Laugardalsvelli í kvöld. Bjarni Jóhannson þjálfari Selfoss mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  1 KFA

„Þetta var fín endurkoma. Hins vegar eiga KFA hrós skilið. Þeir settu okkur út af laginu og voru miklu, miklu betri framan af leik.
Innkoma þeirra í leikinn var gríðarlega sterk. Við áttum í vök að verjast en stóðum það af okkur. "

„Í seinni hálfleik fannst mér við ná tökum á leiknum. Sérstaklega í fyrri hluta framlengingarinnar þar sem við skorum tvö mörk. "


Bjarni hefur unnið alla þá titla sem hægt er að vinna sem þjálfari.

„Þessi var eftir, það var ljúft að vinna þennan, ég skal alveg viðurkenna það. Þegar þú ert með ungt og sprækt lið þá er þetta frábær tilfinning."

„Það er alltaf jafn gaman að lyfta bikar. Við fengum frábæran stuðning af pöllunum, þetta er ótrúlega ljúft. Hvaðan sem þeir koma og hvenær."


Bjarni verður áfram með Selfoss

„Ég vona það, ég vona að mér verði ekki hent núna, sagði Bjarni léttur.

„Ég er með tveggja ára samning og ég veit ekki annað en að hann haldi áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner