Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 29. júní 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Icelandair
EM KVK 2025
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur á æfingu í dag.
Hildur á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefur hér ungum aðdáanda eiginhandaráritun.
Gefur hér ungum aðdáanda eiginhandaráritun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður Íslands, við Fótbolta.net í dag.

Hún er á leið á sitt fyrsta stórmót með Íslandi. „Það er mjög góð tilfinning að vera komin á stórmót."

Það má segja að Hildur hafi blómstrað aðeins seinna en hún vann sér sæti inn í landsliðinu nokkru eftir síðasta Evrópumót og hefur spilað vel síðustu ár og mánuði. Það fór mikil vinna í það að komast á þennan stað.

„Það var mikil orka lögð í að komast á þennan stað. Ég er búin að njóta mín síðan ég fékk tækifæri í landsliðinu og ég held að það sé að skila þessari frammistöðu."

„Ég hef haft þetta á bak við eyrað síðan ég var valin fyrst og hef unnið að þessu. Það er gott að uppskera."

Er þetta ekki líka búið að vera draumur frá því þú varst lítil?

„Jú algjörlega. Þetta hefur verið draumur frá því ég vissi hvað þetta var, frá því ég sá fyrsta landsliðið fara á stórmót. Það er mjög gott að ná því markmiði en ég vil líka gera eitthvað á þessu móti. Það er ekki bara að komast á það, líka að standa sig vel og komast upp úr riðlinum."

Mjög góðir dagar í Serbíu
Stelpurnar eru núna komnar yfir til Sviss eftir góða daga í Serbíu þar sem þær æfðu og funduðu vel fyrir komandi Evrópumót.

„Þeir voru mjög góðir. Það var ótrúlega heitt en samt mjög gott fyrir okkur að venjast hitanum. Koma svo hingað í aðeins lægra hitastig. Við vorum í búbblu og náðum alveg að þétta okkur ótrúlega vel saman," segir Hildur.

Liðið náði að bera sigur úr býtum í æfingaleik við Serbíu; sigur í síðasta leik fyrir EM.

„Við spiluðum þann leik mjög vel. Við settum tóninn með því að byrja af krafti og við þurfum að gera það í næstu leikjum sem koma," sagði Hildur.

Geggjað umhverfi
Stelpurnar komu til Sviss í gær en þær gista á mögnuðu hóteli.

„Það er draumi líkast," sagði Hildur er hún var spurð út í hótelið. „Það eru eiginlega engin orð fyrir það. Þetta er geggjað umhverfi."

„Maður vaknar á morgnana og maður lítur út á vatnið. Það er eins og maður sé í draumi. Þetta getur ekki gefið manni meiri orku. Maður verður svo jákvæður og spenntur fyrir öllu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner