Lárus Orri Sigurðsson stýrði ÍA í fyrsta sinn í dag gegn Vestra á Ísafirði. ÍA er á botninum og hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leik dagsins. Vestri er í 5. sæti en liðið hafði aðeins nælt í þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum.
Vestri var mun meira með boltann í fyrri hálfleik og Gunnar Jónas Hauksson fékk tækifæri til að koma liðinu yfir undir lokin en skot hans hátt yfir markið.
Skagamenn komu sterkir út í seinni hálfleikinn og Ísak Máni Guðjónsson kom liðinu yfir þegar skot hans fór af Gustav Kjeldsen og Guy Smit var kominn í hitt hornið og boltinn rúllaði í netið.
Eftir rúmlega klukkutíma leik Gísli Laxdal Unnarsson við öðru markinu og innsiglaði sigur liðsins. Frábær byrjun liðsins undir stjórn Lárusar Orra.
Fram fékk ÍBV í heimsókn og Freyr Sigurðsson kom heimamönnum yfir. Jakob Byström var í byrjunarliði Fram í dag og hann komst í færi eftir frábæra sendingu frá Fred inn á teiginn.
Hann átti skot sem Eyjamenn náðu að bjarga á síðustu stundu en Byström fékk boltann aftur og skoraði af öryggi. Eyjamenn voru nálægt því að minnka muninn undir lokin eftir mikinn barning inn á teignum en Kennie Chopart náði að bjarga á línu.
Fleiri urðu mörkin ekki og frábær sigur Fram staðreynd sem jafnar Vestra að stigum en ÍBV er í 9. sæti með 14 stig.
Fram 2 - 0 ÍBV
1-0 Freyr Sigurðsson ('18 )
2-0 Jakob Byström ('29 )
Lestu um leikinn
Vestri 0 - 2 ÍA
0-1 Ísak Máni Guðjónsson ('53 )
0-2 Gísli Laxdal Unnarsson ('66 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 14 | 9 | 3 | 2 | 26 - 14 | +12 | 30 |
2. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
3. Valur | 14 | 8 | 3 | 3 | 37 - 19 | +18 | 27 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir