Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 29. júní 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Icelandair
EM KVK 2025
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sædís á æfingu í dag.
Sædís á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tilfinningin er rosalega góð. Þetta er eitthvað sem manni hefur alltaf dreymt um," sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir við Fótbolta.net í dag.

Hún er í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í Evrópumótinu í Sviss. Stelpurnar komu til Sviss í gær og tóku sína fyrstu æfingu þar í dag. Á miðvikudag er svo fyrsti leikur gegn Finnlandi.

„Maður er í þeim forréttindahópi að fá að upplifa þetta. Þegar maður lítur til baka og sér myndir af því þegar ég var pínulítil, þá fær maður smá svona raunveruleikatékk. Þetta er virkilega stórt, mér finnst þetta mikil forréttindi og ég er ótrúlega stolt af því að vera hérna."

Það fer vel um stelpurnar í Sviss; þær eru á frábæru hóteli og æfa við góðar aðstæður.

„Það er mjög fallegt hérna og það er geggjað að vera með þessum hópi," sagði Sædís, sem uppalin er hjá Víkingi Ólafsvík.

Um hótelið sagði hún: „Það er ógeðslega flott, smá óraunverulegt. Það er eiginlega bara eins og málverk þegar maður lítur út um gluggann. Ekki yfir neinu að kvarta."

Stelpurnar spiluðu gegn Serbíu á dögunum og unnu þann leik 1-3.

„Það voru margir góðar kaflar þar sem við getum tekið með okkur. Við sköpuðum okkur virkilega mörg færi og gerðum þetta vel," segir Sædís en hún er mjög spennt fyrir fyrsta leik á móti Finnlandi á EM.

„Við fáum hér nokkra daga áður en við spilum fyrsta leik. Þetta leggst virkilega vel í mig."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner