Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 29. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
Icelandair
EM KVK 2025
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexandra á æfingu Íslands í dag.
Alexandra á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið í gær gekk bara vel og það er gott að vera loksins komin," sagði landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir, í samtali við Fótbolta.net í dag. Stelpurnar tóku í dag sína fyrstu æfingu í Sviss eftir að þær flugu þangað frá Serbíu í gær.

Núna tekur við undirbúningur fyrir fyrsta leik á EM sem er gegn Finnlandi. Í Sviss gista stelpurnar á frábæru hóteli.

„Mjög flott hótelið, það er allt til fyrirmyndar. Þetta er eiginlega bara flottara í persónu en það sem maður sá á myndum. Þetta er sturlað flott."

Stelpurnar lentu seint í gær en þær stungu sér meðal annars til sunds á hótelinum.

„Við fórum í vatnið og aðeins að kæla okkur þar. Við borðuðum geggjaðan mat sem Ylfa var búin að græja þegar við lentum. Svo vorum við bara að tjilla."

En hvernig er æfingavöllurinn?

„Þetta er geggjaður völlur og það er allt í toppstandi hérna," sagði Alexandra en liðið fékk frábærar móttökur þegar þær mættu á æfingasvæðið í fyrsta sinn.

„Ég var ekki alveg að búast við þessu. Mjög skemmtilegt. Það voru allir að klappa fyrir okkur þegar við mættum út úr rútunni sem var mjög gaman. Þetta var óvænt en sýnir greinilega að það er mikil stemning fyrir þessu öllu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Alexandra ræðir meðal annars um síðasta leik gegn Serbíu og framhaldið.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur



Athugasemdir
banner
banner