Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 29. júní 2025 22:23
Gunnar Bjartur Huginsson
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Nikolaj var ánægður með þau tvö mörk sem hann skoraði í kvöld.
Nikolaj var ánægður með þau tvö mörk sem hann skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur fór með 2-1 sigur af hólmi á heimavelli í kvöld. Nikolaj Hansen, framherji Víkings, gerði tvö mörk fyrir þá í kvöld og var að vonum ánægður með frammistöðuna sína og liðsins í þessum leik gegn hinu sterka liði Aftureldingar.

Ég er mjög ánægður. Þetta var geggjaður sigur. Afturelding spilar mjög vel og við vorum að 'ströggla' mikið á litlum köflum. En við héldum áfram að spila, skoruðum mörk og vinnum svo leikinn 2-1," sagði Nikolaj Hansen.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Afturelding

Víkingur laut í lægra haldi fyrir Aftureldingu á útivelli fyrr á tímabilinu og má segja að þeir hafi harkað þennan sigur út gegn ógnarsterku liði Aftureldingar.

Það er mjög erfitt að spila við Aftureldingu. Afturelding spila mjög vel og eru góðir í mörgum hlutum. Þeir spila hratt, þeir eru með hraða leikmenn á köntunum og bara spila mjög vel. Ég er búinn að eiga tvo erfiða leiki en í fyrri leiknum var ég bara mjög góður."

Nikolaj Hansen gerði það sem hann gerir best í leiknum í kvöld, nefnilega að skora mörk. Hann gerði tvö slík í kvöld. 

„Ég held ég sé alveg búinn að spila mjög vel í leikjunum en annars þarf maður að skora mörk líka. Ég er framherji og ég vil skora mörk, þannig að það var gaman að skora tvö mörk í þessum leik."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir