Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 29. júní 2025 20:07
Sölvi Haraldsson
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er rosa sáttur. Það var vitað fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur sem kom á daginn. Við vorum fljótir að vera þreyttir sem mér finnst skrýtið því það eru 5 dagar síðan við spiluðum síðast, það er lengri hvíld en við höfum fengið vanalega.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 ÍBV

Rúnar var ekki sáttur með nýtingu liðsins á þeim góðu stöðum sem þeir komust í nokkrum sinnum í seinni hálfleiknum.

„Við skorum heppnismark í fyrsta markinu og skorum svo gott annað mark. Það var jafnvægi með liðunum í fyrri hálfleik, Eyjamenn sterkari en við í síðari hálfleik hvað það varðar að halda í boltann en þeir sköpuðu sér varla færi. Við eigum tvo algjöru deddara í seinni hálfleik til að skora. Mér fannst við bara gera illa í skyndisóknunum okkar.“

Framarar skoruðu snemma en Rúnar segir að það hafi bjargað þeim þar sem hann skynjaði mikið þreytumerki í liðinu í leiknum.

„Það bjargaði okkur algjörlega að skora svona snemma og komast í þessa stöðu. Það er ekki auðveldara að hvíla sig án boltans það er auðveldara að hvíla sig með hann en við erum settir í þá stöðu að þurfa að verjast vel. Eyjamenn eru með góða leikmenn og gott skipulag og þeir þrýstu okkur hérna niður en við vorum ágætlega sáttir í stöðunni og sáum þá ekki finna miklar opnanir á okkur. Þetta snýst um að halda hreinu, vinna leikinn og halda áfram okkar vegferð.“

Rúnar hefur séð mikla bætingu og stíganda í leik Framara í undanförnum leikjum.

„Frammistöðulega séð erum við búnir að vera flottir undanfarið en ætlum að reyna að halda því áfram. Við erum að reyna að bæta okkur frá því í fyrra, sjá einhvern stíganda í því sem við erum að gera. Það er mikil trú í liðinu núna. Það eru strákar sem eru að berjast um sætið sitt í liðinu. Það er hugur í mönnum og ánægja og gleði þegar vel gengur, þegar þú nærð í úrslit eins og í dag þá er þetta eitthvað sem gefur manni sjálfstraust og trú.“

Viðtalið við Rúnar má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir