Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 29. júní 2025 20:21
Sölvi Haraldsson
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var köflótt. Það var 2-0 og þá var Fram búið að fara tvisvar inn í vítateiginn hjá okkur. Það var mikil stöðubarátta í fyrri hálfleik. Mér fannst við góður út á vellinum og að finna stöður. Við vorum ekki nógu góðir á síðasta þriðjung. Hrikalega ódýr mörk sem við fáum á okkur í fyrri hálfleiknum, þá var að brattan að sækja. Eigum við ekki bara að segja að vítateigarnir hafi klárað þetta í dag.“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, eftir 2-0 tap sinna manna gegn Fram í dag.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 ÍBV

Hvað fannst Láka um mörkin sem Eyjamenn fengu á sig?

„Í raun erum við að reyna að hreinsa í fyrsta markinu, það var það sem ég sá, mjög slysalegt. Það kemur langur bolti sem við dílum ekki nægilega vel við. En það þýðir ekki að taka einvher einstök atriði eða einstaka leikmenn út. Svona gerist þetta í dag. Við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu.“

ÍBV fékk dauðafæri í seinni hálfleiknum þar sem Fram bjargar á línu og margir héldu að boltinn væri inni.

„Þetta var seint í leiknum en mér fannst við átt að skora fyrr, við fáum nóg færi til þess að skora í fyrri hálfleiknum en það vantaði bara gæði á seinasta þriðjungnum. Bara jafn leikur sem var allt í einu orðin 2-0 eftir 20 mínútur þegar Fram var varla búið að fara í sókn.“

Saknaði Láki Oliver Heiðars og Omar Sowe í þessum leik?

„Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið með þrjá fjóra sóknarmenn frá. Bjarki byrjaði í dag og þurfti að fara útaf í hálfleik, hann gat ekki spilað meira. Það er bara þekkt stef, við vitum það alveg og við þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk en áður við vitum það alveg.“

Þorlákur segir að ÍBV hefði átt að skora í dag þrátt fyrir þessi meiðsli.

„Ég er bara að hugsa um mitt lið. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Við erum að reyna að gera allt sem við getum, það eru allir að fá að spila. Það gekk ekki, við vissum að þetta yrði erfitt sérstaklega þegar maður lendir í svona áföllum en það er engin afsökun. Við eigum að geta skorað mörk í dag.“

Viðtalið við Þórlák má finna í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner