Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
   sun 29. júní 2025 22:32
Gunnar Bjartur Huginsson
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með stigin þrjú á Víkingsvelli í kvöld eftir krefjandi viðureign við nýliðana frá Mosfellsbæ. Þeir fóru með 2-1 sigur af hólmi og skoruðu sigurmark á síðustu 10 mínútum leiksins. 

Ég er hrikalega ánægður. Þetta var erfitt. Afturelding eru bara 'solid' varnarlega. Þeir eru alltaf tilbúnir að berjast með kjafti og klóm. Hins vegar var ég ekki sáttur með gæðin okkar á síðasta þriðjungi vallarins. Hins vegar lagaðist það í seinni hálfleik. Við skoruðum tvö góð mörk í seinni hálfleiknum og vorum óheppnir að missa Matta útaf. Þá varð þetta var meira spennandi."


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Afturelding

Nikolaj Hansen, framherji Víkings, gerði tvö mörk fyrir þá í kvöld og virðist vera að detta í gang og gæti það reynst Víkingi mjög dýrmætt.

Það er mjög dýrmætt að fá hann inn 100%. Hann er okkar númer eitt nía og okkar markaskorari. Okkur hefur svolítið vantað alvöru markaskorara og bara gott að Nikolaj sé kominn í stand. Hann er auðvitað bara gammur inn í teignum, þannig að ég er virkilega sáttur að fá hann í gang."

Víkingar hafa verið orðaðir við Óskar Borgþórsson, leikmann Sogndal í Noregi, að undanförnu en aðspurður út í það vildi Sölvi lítið tjá sig.

Nei, ég get svo sem ekkert sagt um það. Bara "no comment" þangað til það kemur eitthvað annað í ljós."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner