Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Róbert Hauks í Fram (Staðfest)
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Róbert Hauksson hefur yfirgefið Leikni og er genginn í raðir Fram í Bestu deildinni.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hefur leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis.

„Róbert, sem er fæddur árið 2001, er gríðarlega spennandi leikmaður sem hefur nú þegar spilað 127 meistaraflokksleiki og skorað 32 mörk. Hann kemur til okkar frá Leikni Reykjavík og hefur samið við Fram til tveggja ára," segir í tilkynningu Fram.

„Við hlökkum mikið til að sjá hann í bláu treyjunni og taka þátt í uppbyggingu karlaliðsins."

Róbert er annar leikmaðurinn sem Fram sækir frá Leikni eftir að tímabilið kláraðist hjá Breiðhyltingum. Áður samdi Fram við markvörðinn Viktor Frey Sigurðsson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner