Bikarmeistarar Crystal Palace urðu fyrstir til að vinna Englandsmeistara Liverpool á þessu tímabili er liðið vann með sigurmarki seint í uppbótartíma á Selhurst Park.
Palace var í algerum ham í fyrri hálfleik og komust yfir snemma leiks eftir hornspyrnu.
Ismaila Sarr skoraði með skoti úr teignum eftir að Liverpool-mönnum mistókst að hreinsa frá, en það voru þó miklar vangaveltur um það hvort liðið hafi raunverulega átt að fá hornspyrnu.
Í aðdragandanum virtist boltinn fara af Tyrick Mitchell og þaðan aftur fyrir endamörk. Arne Slot, stjóri Liverpool, fékk gult spjald í kjölfarið fyrir mótmæli.
Palace gat auðveldlega bætt við þremur ef ekki fjórum mörkum í fyrri hálfleiknum. Jean-Philippe Mateta fékk fjölmörg dauðafæri, en Alisson var að eiga stórkostlegan leik í markinu.
Mateta átti einnig hörkuskot sem hafnaði í þverslá og Liverpool heppið að fara 1-0 undir inn í hálfleikinn.
Englandsmeistararnir náðu að skapa sér fullt af færum í seinni hálfleiknum. Florian Wirtz og Alexander Isak fengu tvö frábær færi, en Wirtz setti boltann beint á Dean Henderson og þá setti Isak boltann rétt fram hjá eftir skemmtileg tilþrif í teignum.
Alisson hélt áfram að verja á hinum endanum og hélt Liverpool inn í leiknum.
Undir lok leiksins jafnaði Liverpool metin og var þar að verki varamaðurinn Federico Chiesa. Boltinn virtist hafa viðkomu af höndinni á Mohamed Salah áður en hann skoraði en VAR dæmdi markið gott og gilt. Annar umdeildur dómur.
Palace gaf aldrei upp vonina og á áttundu mínútu í uppbótartíma kom sigurmarkið er boltinn fór yfir alla vörnina og á Eddie Nketiah sem setti boltann á milli fóta hjá Alisson og í netið.
Möguleg rangstaða var skoðuð, en Nketiah var fyrir innan og Palace fyrsta liðið til að vinna Liverpool á tímabilinu. Liverpool er áfram á toppnum með 15 stig en Palace nú í öðru sæti með 12 stig.
Haaland með tvö og tap hjá Chelsea
Erling Braut Haaland skoraði tvö í 5-1 sigri Manchester City á Burnley á Etihad.
Fyrsta mark Man City var gjöf frá varnarmanninum Maxime Esteve sem setti boltann í eigið net með Phil Foden í bakinu. Jaidon Anthony, sem hefur verið heitur með Burnley, jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.
Matheus Nunes kom City aftur í forystu hálftíma fyrir leikslok og gerði Esteve annað sjálfsmark sitt fjórum mínútum síðar. Alger martraðarleikur fyrir varnarmanninn.
Haaland skoraði síðan tvö mörk á lokakafla leiksins og er langmarkahæstur með 8 mörk.
Man City er í 4. sæti með 10 stig en Burnley í 17. sæti með 4 stig.
Tíu leikmenn Chelsea töpuðu fyrir Brighton, 3-1, á Stamford Bridge.
Argentínumaðurinn Enzo Fernandez kom Chelsea yfir á 24. mínútu en leikurinn breyttist þegar Trevoh Chalobah sá rautt snemma í síðari hálfleik,
Stundarfjórðungi fyrir lok venjulegs leiktíma jafnaði Danny Welbeck metin og Brighton aftur komið inn í leikinn. Belgíski leikmaðurinn Maxim De Cuyper kom Brighton í 2-1 á annarri mínútu í uppbótartíma áður en Welbeck innsiglaði sigurinn með marki átta mínútum síðar og þar við sat.
Chelsea er í 7. sæti með 8 stig en Brighton með 8 stig í 10. sæti.
Leeds og Bournemouth gerðu 2-2 jafntefli á Elland Road.
Antoine Semenyo, sem hefur verið frábær með Bournemouth á tímabilinu, skoraði á 26. mínútu en Joe Rodon svaraði fyrir Leeds ellefu mínútum síðar.
Sean Longstaff náði að snúa taflinu við fyrir Leeds með marki á 54. mínútu.
Allt stefndi í sigur Leeds en þá kom franski sóknarmaðurinn Eli Kroupi Junior með laglegu skoti og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Frábær byrjun Bournemouth á tímabilinu sem er með 11 stig í 3. sæti en Leeds í 11. sæti með 8 stig.
Crystal Palace 2 - 1 Liverpool
1-0 Ismaila Sarr ('9 )
1-1 Federico Chiesa ('87 )
2-1 Edward Nketiah ('90 )
Manchester City 5 - 1 Burnley
1-0 Maxime Esteve ('12 , sjálfsmark)
1-1 Jaidon Anthony ('38 )
2-1 Matheus Nunes ('61 )
3-1 Maxime Esteve ('65 , sjálfsmark)
4-1 Erling Haaland ('90 )
5-1 Erling Haaland ('90 )
Leeds 2 - 2 Bournemouth
0-1 Antoine Semenyo ('26 )
1-1 Joe Rodon ('37 )
2-1 Sean Longstaff ('54 )
2-2 Eli Junior Kroupi ('90 )
Chelsea 1 - 3 Brighton
1-0 Enzo Fernandez ('24 )
1-1 Danny Welbeck ('77 )
1-2 Danny Welbeck ('90 )
1-3 Maxim De Cuyper ('90 )
Rautt spjald: Trevoh Chalobah, Chelsea ('53)
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 6 | 5 | 0 | 1 | 12 | 7 | +5 | 15 |
2 | Crystal Palace | 6 | 3 | 3 | 0 | 8 | 3 | +5 | 12 |
3 | Sunderland | 6 | 3 | 2 | 1 | 7 | 4 | +3 | 11 |
4 | Bournemouth | 6 | 3 | 2 | 1 | 8 | 7 | +1 | 11 |
5 | Man City | 6 | 3 | 1 | 2 | 14 | 6 | +8 | 10 |
6 | Arsenal | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 | 2 | +8 | 10 |
7 | Tottenham | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 | 3 | +7 | 10 |
8 | Chelsea | 6 | 2 | 2 | 2 | 11 | 8 | +3 | 8 |
9 | Fulham | 5 | 2 | 2 | 1 | 6 | 5 | +1 | 8 |
10 | Brighton | 6 | 2 | 2 | 2 | 9 | 9 | 0 | 8 |
11 | Leeds | 6 | 2 | 2 | 2 | 6 | 9 | -3 | 8 |
12 | Everton | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 | 5 | +1 | 7 |
13 | Brentford | 6 | 2 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 7 |
14 | Man Utd | 6 | 2 | 1 | 3 | 7 | 11 | -4 | 7 |
15 | Newcastle | 5 | 1 | 3 | 1 | 3 | 3 | 0 | 6 |
16 | Nott. Forest | 6 | 1 | 2 | 3 | 5 | 10 | -5 | 5 |
17 | Burnley | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 | 13 | -7 | 4 |
18 | Aston Villa | 5 | 0 | 3 | 2 | 1 | 5 | -4 | 3 |
19 | West Ham | 5 | 1 | 0 | 4 | 5 | 13 | -8 | 3 |
20 | Wolves | 5 | 0 | 0 | 5 | 3 | 12 | -9 | 0 |
Athugasemdir