Sigurganga ÍA heldur áfram fulla ferð. Liðið vann sterkan 3-2 sigur á KR í annari umferð Bestu Deildar Karla eftir skiptingu. Þrjú stig í hús og verða að minnsta kosti þremur stigum frá fallsæti eftir umferðina.
Lárus Orri hefur svo sannarlega ná að snúa gengi liðsins við upp á síðustu misseri og fjórði sigurinn í röð niðurstaða dagsins.
„Gríðarlega ánægður og mjög stoltur með mitt lið. Heilt yfir bara mjög fínn leikur hjá okkur. Fannst við mun betri aðilinn í fyrri hálfleik".
Í seinni hálfleik var umtalsverður vítadómur sem KR nýtti sér til að jafna leikinn.
„Seinni hálfleikur byrjaði eins, vorum sterkari aðilinn þangað til að það er gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum. Leikurinn varð síðan skrítinn eftir þennan vítaspyrnudóm. Við sýndum karakter og héldum haus. Raun og veru verðskuldaður sigur á endanum".
Viktor Jónsson skoraði síðan seinna markið og lagði upp það þriðja.
„Gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að hafa leikmann eins og Viktor, það var kominn pressa á hann, menn töluðu um að hann væri ekki búinn að skora í einhvern tíma. Hann slóst í dag og stóð sig mjög vel".
Framundan fyrir ÍA eru tveir útileikir gegn ÍBV og KA, síðan Afturelding heima í síðustu umferð.
„Við látum okkur líða vel í kvöld, njótum sigursins og svo æfing á morgun, þurfum að undirbúa okkur vel og hugsum um Vestmannaeyjar fyrst".
Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan