Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 27. september 2025 17:26
Viktor Ingi Valgarðsson
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurganga ÍA heldur áfram fulla ferð. Liðið vann sterkan 3-2 sigur á KR í annari umferð Bestu Deildar Karla eftir skiptingu. Þrjú stig í hús og verða að minnsta kosti þremur stigum frá fallsæti eftir umferðina.


Lárus Orri hefur svo sannarlega ná að snúa gengi liðsins við upp á síðustu misseri og fjórði sigurinn í röð niðurstaða dagsins.

„Gríðarlega ánægður og mjög stoltur með mitt lið. Heilt yfir bara mjög fínn leikur hjá okkur. Fannst við mun betri aðilinn í fyrri hálfleik".

Í seinni hálfleik var umtalsverður vítadómur sem KR nýtti sér til að jafna leikinn.

„Seinni hálfleikur byrjaði eins, vorum sterkari aðilinn þangað til að það er gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum. Leikurinn varð síðan skrítinn eftir þennan vítaspyrnudóm. Við sýndum karakter og héldum haus. Raun og veru verðskuldaður sigur á endanum".

Viktor Jónsson skoraði síðan seinna markið og lagði upp það þriðja. 

„Gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að hafa leikmann eins og Viktor, það var kominn pressa á hann, menn töluðu um að hann væri ekki búinn að skora í einhvern tíma. Hann slóst í dag og stóð sig mjög vel".

Framundan fyrir ÍA eru tveir útileikir gegn ÍBV og KA, síðan Afturelding heima í síðustu umferð.

„Við látum okkur líða vel í kvöld, njótum sigursins og svo æfing á morgun, þurfum að undirbúa okkur vel og hugsum um Vestmannaeyjar fyrst".

Viðtalið í heild má finna í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner