Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
banner
   lau 27. september 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ramos sendi Busquets kveðju - „Oftast keppinautur en liðsfélagi oft á tíðum"
Mynd: EPA
Sergio Busquets, miðjumaður Inter Miami, greindi frá því á dögunum að hann muni leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu lýkur í Bandaríkjunum.

Busquets er 37 ára gamall spænskur miðjumaður en hann spilaði á sínum tíma 722 leiki fyrir Barcelona og vann níu deildartitla og vann Meistaradeildina þrisvar sinnum. Hann spilaði 143 landsleiki og vann HM árið 2010 með spænska landsliðinu.

Sergio Ramos, fyrrum leikmaður Real Madrid, sendi Busquets kveðju á samfélagsmiðlum. Busquets og Ramos voru erkifjendur í spænsku deildinni á sínum tíma en voru samherjar í spænska landsliðinu.

„Busi, þú ert skilgreiningin á því hvernig á að vera einstakur án þess að hætta að vera venjulegur náungi. Oftast keppinautur en liðsfélagi oft á tíðum, þú hefur alltaf staðið upp úr fyrir stílhreinan fótbolta, yfirsýn og gæði, sem og fyrir auðmjúkan og einlægan lífsstíl," skrifaði Ramos.

„Fótboltinn missir einn af bestu miðjumönnum sem ég hef spilað með, en þú skilur eftir með viðurkenningu og þakklæti allra þeirra sem hafa deilt tíma með þér og allra þeirra sem elska þessa íþrótt. Þakka þér fyrir að vera frábær leikmaður, frábær liðsfélagi og frábær vinur. Ég óska ??þér alls hins besta í nýja kaflanum. Stórt knús, bróðir.“
Athugasemdir
banner