Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 27. október 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Deeney velur fimm bestu 'níur' í ensku deildinni
Troy Deeney velur.
Troy Deeney velur.
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino.
Roberto Firmino.
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði Watford, hefur valið þá fimm sóknarmenn sem hann telur að séu bestu 'níur' í ensku úrvalsdeildinni í augnablikinu.

Deeney féll úr ensku úrvalsdeildinni með Watford á síðasta tímabili og er svo sannarlega 'nía' af gamla skólanum.

Um er að ræða val á fremstu sóknarmanni, ekki vængmönnum eða sóknarmiðjumönnum.

5. Roberto Firmino (Liverpool)
„Vinnusamur, skorar ekki eins mörg mörk og hann ætti líklega að gera miðað við liðið sem hann er í en hann tengir spilið gríðarlega vel. Hann er tengillinn milli Salah og Mane sem gerir þeim kleyft að skora sín mörk"

4. Raul Jimenez (Wolves)
„Hann er virkilega góður leikmaður, vinnusamur og gefur varnarmönnum engan frið. Hann getur tengt spil, skorað með vinstri og hægri og ég tel að hann eigi bara eftir að verða betri."

3. Jamie Vardy (Leicester)
„Án hans er Leicester allt annað lið. Hann kemur með aukna vídd, klárar hlutina og skorar mörk. Ótrúlega góður að klára færi."

2. Sergio Aguero (Manchester City)
„Er alltaf á réttum stað. Hægri fótur, vinstri fótur, skorar af stuttum færum, skorar frábær mörk. Hann getur gert svo mikið. Hann er stór ástæða fyrir velgengni Manchester City undanfarin ár."

1. Harry Kane (Tottenham)
„Besta nían í ensku úrvalsdeildinni og þó víðar væri leitað. Skorar fullt af mörkum og er að bæta stoðsendingum við leik sinn. Hann er frábær fyrirliði fyrir land og lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner